Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

Færslur: 2006 Júlí

27.07.2006 20:12

Maður líttu þér nær

Það er oft að menn í hraða lífsins vilja komast yfir sem mest  á sem skemmstum tíma með öðrum orðum ?hámarka? ferðina sem farin er og gleyma því oft sem við fótmálið dvelur. Maður líttu þér nær er máltæki sem vert er að gefa gaum og þeir sem gefa sér tíma að líta niður fyrir sig  sjá oft heila veröld sem iðar af lífi, full af fjölbeytileika, full af sögu og einhverju því sem kannski skiftir ekki máli í veraldarsögunni en skilur eftir sig gleði í sálinni.  Það sem hér á eftir fer er að töluverðu leiti tekið upp af vefnum floraislands.is og örlítið fært í stílinn. 

Axhnoðapuntur (Dactylis glomerata) er innfluttur á fyrri hluta 20. aldar og er ræktaður í sáðsléttum.  Hann hefur ofurlítið dreifst þaðan og vex að staðaldri í túnjöðrum og víðar.  Hann blómstrar nokkuð seint hér, og þroskar ekki fræ í öllum árum, og tefur það fyrir útbreiðslu hans í samanburði við háliðagrasið sem þroskar fræið vel og snemma. Hann vex því að jafnaði aðeins á byggðum bólum og næsta nágrenni þeirra. Á dönsku heitir þetta ágæta gras ?almindelig hundegras? sem í lauslegri þýðingu gæti  verið ?almennilegt hundagras?. Hvort átt sé við að hundar éti þetta gras eða lyfti aðeins löpp er þeir sjá það er ekki vitað en  menn geta séð þetta almennilega hundagras á gönguferð um Bakkastíg á Blönduósi, stíg sem liggur meðfram austurbakka Blöndu. Það er töluvert um almennilegt hundagras á Blöndubökkum og þar er einnig að finna margar aðrar jurtategundir eins og

Háliðagras (Alopecurus pratensis) sem er innflutt grastegund og  hefur verið ræktuð í sáðsléttum frá því snemma á  síðustu öld.  Það er harðgert og snemmþroska og hefur því sáð sér töluvert út. Talið er að fræ af þessari plöntu hafi verið safnað í vegköntum við Kanadíska vegi og bortist eftir þeirri leið í íslenskan svörð.   Það er því algengt í túnum og í nágrenni túna í byggð um land allt, einnig víða meðfram vegum. Ef vitnað er í okkar ylhýra nágrannamál dönskuna þá heitir þetta gras ? Eng rævhale? eða ? refaskott engisins og er án nokkurs vafa horft til útlits puntsins. Þessar plöntur ásamt svo mörgum öðrum er við hvert fótmál og þær má finna eins og áður segir við Bakkastíg á  bökkum Blöndu.

  • 1

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 867
Gestir í dag: 435
Flettingar í gær: 397
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 62148
Samtals gestir: 11205
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:13:50