Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

Færslur: 2010 September

01.09.2010 14:06

Ég er á förum til fjarlægra landa

    "Oh What A Beautiful Morning" skaust upp á yfirborð huga míns og það munaði svo litlu að ég hæfi upp raust mína og færi að syngja þetta fallega lag þegar ég fór út í morgun. Veðrið, himininn, loftið, veröldin var bara svo falleg að þetta gullfallega lag úr söngleiknum Oklahoma hefði átt vel við. Það eina sem aftraði mér, var hún Bebe sem býr í næsta húsi, yndisleg kona sem á allt gott skilið
    
    Annað fallegt lag "ég er á förum til til fjarlægra landa" eða saga farmannsins sem Óðinn Valdimarsson söng á sínum tíma fyrir hönd farmannsins er líka farið að láta á sér kræla . Ég raula þetta lag fyrir mína hönd og annara vandamanna því ég er á förum til fjarlægra landa og kem ekki heim fyrr en í lok mánaðarins. 

    Það er rólegt við Aðalgötuna þessa dagana. Ferðamönnum hefur fækkað og öll umsvif minnkað. Nonni Hundur er aftur orðinn einn því Skuggi er farinn úr vistinni og Jónas á Ljóninu er farinn suður á bóginn með skemmtisnekkjuna Skafta Fanndal í eftirdragi. Að sögn kunnugra mun hann ætla að gera út snekkju og leigubíl, syðra í vetur.



    Hópur stórmenna kom í óvænta heimsókn í Aðalgötuna í morgun og má úr þeim hópi nefna, Sýslumanninn Bjarna og hans aðstoðarmann sem er kona og ég man ekki hvað heitir enda ný í starfi og ég arfaslakur að muna nöfn. Stebba Ólafs hrl., Oddnýju bæjarfulltrúa,  og Stefán atvinnuráðgjafa. Ég hafði gaman af því að hitta þetta fólk og renna yfir grunnatriði lífsbaráttunnar í gamla bænum. Til dæmis var mjög mikilvægt að ég var til staðar því sýslumaður hafði sagt fulltrúa sínum á leiðinni að Nonni hundur væri eldsti hundur á Íslandi en sem betur fer gat ég leiðrétt þessa vitleysu og sagði þeim frá Fúsa hundi frá Aðalgötu 2 en hann er 24 ára og hunda elstur. Það er nefnilega nokkuð ljóst að ekki er sama Jón hundur og Fúsi hundur og mér finnst ég hafa gert gagn í dag.

    Glugginn er frekar lítið spennandi í dag en eitt var þó einsktakt við komu hans. Glugga-Óli sem bar mér hann að þessu sinni í fjarveru Rúnars var með lipra tónlist undir geislanum svona í anda Sven Ingvars eða sænsku Víkingana, lét tónlistina flæða um Aðalgötuna í haustblíðunni.  

    Engin hross eru  í óskilum; ekkert tilboð í gangi á Ljóninu á verði sem alþýðan ræður við. Vísa vikunnar er á sínum stað og ekki eftir Ella frá Stóru-Giljá. Hagyrðingingurinn Rúnar frá Skagaströnd á vísuna að þessu sinni og fjallar um það að enginn þarf að eltast við eilífðina. 
    Það var ansi góð skilgreining á mismuninum á skáldi og hagyrðingi sem Þórarinn Eldjárn kom með á Bragaþingi um daginn. Þórarinn ræddi um það að allt væri orðið svo faglegt í samfélaginu, a.m.k töluðu margir um að allt þyrfti að vera  svo faglegt svo mark væri á því takandi. Þórarinn benti á að skáldin væru fagleg en hagyrðingarnir meira svona í alþýðukveðskap og langt frá því faglegir. Hann lagði því til að skáldin væru eftirleiðis kölluð fagyrðingar til aðgreiningar frá hagyrðingum.
Rúnar kemur ekki enn og klukkan langt gengin í þrjú þannig að ég þarf að fara að slá botninn í þennan síðasta pistil fyrir sumarfrí.

Ég er á förum til fjarlægra landa
fegnir víst margir sem frétta af því.
Óþarfi að rjúk´upp til fóta og handa
því aftur til baka ég forhertur sný.
  • 1

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 56728
Samtals gestir: 10459
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:28:35