Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

Færslur: 2015 Maí

13.05.2015 14:23

krían komin og vorið öslar áfram


Krían er komin í ósinn og eru það ávallt gleðitíðindi. Og krían kom með ríflegt vor í farteskinu. Þögnin við ósinn er rofin  með komu þessa langförula fugls. Ég hef verið að skyggnast eftir þessum fugli undanfarna daga og sýndist ég sjá eina kríu á flugi í fyrradag en get ekki fullyrt það með vissu en í dag er vafinn enginn. Einnig sá ég spóa og heyrði í hrossagauk í suðaustri svo varla verður á betra kosið. Í stuttu máli þá hefur norðanáttin með sinn kalda andardrátt vikið um stundarsakir.


Það er ýmislegt um að vera á Vesturbakkanum þessa dagana. Svo ég nefni eitthvað þá hafa verið sett upp skilti og þau numin á brott í skjóli nætur en hafa nú verið endurheimt á lögreglustöðinni á Blönduósi. Þessi atburðarás í skiltamálinu mikla varð til þess að það rifjaðist upp gamalt spakmæli sem ég man ekkert hvar ég heyrði en hljóðar einhvern veginn svona: "Mælikvarði á velgengni er ekki hvernig þér gengur að glíma við erfið vandamál, heldur hvort það eru sömu vandamálin og í fyrra".


 Straumendur á hraðferð frá hafi upp Blöndu

Ívar Snorri ætlar að reisa upp  vegg til varnar ferðamönnum sem eiga það til gægjast inn um glugga hjá honum á leið sinni í leit að hafinu og stundum Kiljunni (gistihús í nágreninu). Það hefur komið fyrir að sögn Ívars að ferðamenn hafi komið inn til hans með GPS tæki í höndum og spurt á misgóðri ensku, Kiljan? Svo virðist vera að hnitin fyrir Kiljuna hafi ratað svona um það bil 20 - 30 metrum norðan við tilsettan stað. Hún er mögnuð þessi tækni en aumingja Ívar Snorri virðist vera orðinn fórnarlamb hennar og neyðist núna til að reisa varnagarð neðan við íbúðarhús sitt á sjávarkambinum fyrir neðan Kiljuna.


Ívar Snorri ásamt öðrum varðhunda sinna

Gluggin er kominn á helstu dreifingarstaði í bænum og varð ég mér úti um eitt eintak í apótekinu í morgun. Á forsíðu er sagt frá væntanlegu landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi dagana 26. - 28. júní. Jafnframt er óskað eftir aðila til að sjá um veitingar á meðan mótinu stendur. Meðal grasa í Glugganum eru stofutónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu og ennfremur að kartöflugarðarnir í Selvík verð brátt tilbúnir að taka á móti útsæðinu. Rúnar Kristjánsson skáld á Skagaströnd á Gluggavísu vikunnar og þakkar gengnum fyrir fjölmargt og endar með þessu: "Undir jörð er margt sem mér/ mesta elsku hefur sýnt".


Hreinsað til í Blönduósnum

06.05.2015 16:18

Ég asnaðist þetta nú bara að gamni mínu".


Sílamávur og straumendur við Kastionsklöpp í Blöndu

Þurr, bjartur, kaldur og norðaustanstæður eru þau orð sem eiga við dagana sem líða hjá einn af öðrum. Einhver hafði á orði að þetta væri ósköp eðlilegt því í allan vetur hafi vindur staðið af suðvesti og það eru takmörk fyrir því hversu miklu magni af vindi norðrið getur tekið við. Nú sé mælirinn einfaldlega fullur og norðið sendir allan hinn uppsafnaða vind til föðurhúsanna í suðri og þessvegna er þetta eins og það er.


Æðarfuglinn hugar senn að hreiðurgerð

Gulur er litur kaffihúsanna á Blönduósi. Þessa dagana er Bláa húsið að fá gulan lit alveg eins og kaffihús Ljóns norðurins.  Bláa húsið sem einu sinni hét "Við árbakkann" hefur nú fengið nýtt nafn og heitir nú "Ömmukafi" og eru þær stöllur Birna Fúsa og Bryndís Sig við það að opna staðinn fyrir gestum og gangandi. Ef þær jafna við þau Erlu og Mumma sem ráku staðinn á sínum tíma í þjónustu og veitingum á hóflegu verði verður enginn svikinn.


Gula húsið á Blönduósi sem heitir núna Ömmukaffi og verður brátt opið gestum

Það er þessi guli litur sem ég velti aðeins vöngum yfir því þessi guli litur er aðalsmerki Ljónsins  líkt og "Stál og hnífur"  er merki farandsverkamanna. Það verður gaman að heyra viðbrögð Jónasar Skafta hvernig hann lítur á þetta. Lítur hann á þetta að hann sé leiðandi litahönnuður veitingahúsa á staðnum eða hvort hér hafi hugmynd verið rænt. Þegar ég velti vöngum aðeins betur í þessu máli þá rekur mig minni til að Jónas hafi lokið upp lofsorði á framtak þeirra Birnu og Bryndísar þannig að litur sólarinnar verður vonandi grunnur að uppgangi ferðaþjónustu á svæðinu. Svona til gamans í framhaldi af framanrituðum þankagangi  þá gaf Girðir Elíasson út árið 2000, smásagnasafn sem ber heitið "Gula húsið"  Þetta verk Gyrðis geymir safn fjölbreyttra og einkar vel skrifaðra smásagna segir í umsögn Forlagsins . "Í sumum sagnanna renna saman draumur og veruleiki með áhrifamiklum hætti, þannig að allt virðist mögulegt, og í öðrum vinnur höfundur eftirminnilega úr íslenskri þjóðtrú. Á stundum vekja smásögurnar óhugnað með lesandanum, en aðrar einkennast af lágstemmdri kímni".


Þessi mynd hæfir því sem fyrir neðan stendur

Það er  af mér að frétta í "einsemdinni" á Vesturbakkanum að ég lifi en þolanlegu lífi og þakka ég það traustum vinum sem líta til með mér og segja mér helstu tíðindi. Til dæmis frétti ég í morgun en því miður ekki eftir traustustu heimildum að Erlendur F. Magnússon væri búinn að selja húsið sitt einhverjum fyrir sunnan og þeir hyggðust  breyta húsinu í gistihús. Ég segi nú bara eins og Jón í Gautsdal sagði fyrir skömmu þegar hann fór í afmælihóf sem haldið var í Héraðshælinu fyrir skömmu. "Ég asnaðist þetta nú bara að gamni mínu".

  • 1

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 56751
Samtals gestir: 10461
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:44:31