Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

Færslur: 2016 Apríl

13.04.2016 16:26

Púðurtunnur og gæsamerkingar


Mávarnir í loðnu í Blönduósnum

Dagarnir líða, sól hækkar á himni og farfuglarnir streyma í heimahagana. Allt fram streymir endalaust. Skýin skyggja lítt á sólina  og vindurinn heldur sig til hlés þessa dagana. Það má segja að veturinn skilji við af hógværð og vorið laumast inn í líf okkar án vandræða.  Þannig hefur þetta verið frá páskum en reynslan hefur sýnt það að dag skal að kveldi lofa og mey að morgni.


Hlíf (Sigurðardóttir) og Lagga (Ragnheiður Þorsteinsdóttir) að leggja upp í göngu frá Fjörulallastíg á Bakkastíginn

Vorboðarnir eru margir og misjafnt hvað það er sem vekur vorið í brjóstum manna. Sumum finnst að vorið sé komið þegar þrestirnir hefja upp ástarsöngva sína fyrir allar aldir í lok mars. Vorboðinn ljúfi, lóan hefur lengi átt stóran sess í sálinni og þeir allra vorþyrstustu fagna sílamávinum sem vorboða í lok febrúar. Krían hefur verið einkennisfugl vorsins hjá þeim sem einna mesta hafa þolinmæðina en hún fer að koma í Ósinn allt frá 3. til 15. maí.  Einn er þó hér á staðnum sem hreinlega auglýsir sig sem vorboðan ljúfa og er það enginn annar en Jónas á Ljóninu. Já það er misjafnt hvar menn hýsa í huganum sinn vorboða.


Þó ríki friður er rétt að hafa varan á

Á Vesturbakkanum ríkir til þess að gera góður friður og hefur gert það í allan vetur en það gæti breyst þegar sumarsólstöður nálgast. Áður nefndur vorboði Jónas á Ljóninu hefur í hyggju að reisa þrjú tunnuhús á lendu sinni og leigja þær ferðamönnum sem athvarf frá og með 15. júní. Ekki ætla ég að fullyrða neitt um áhrifamátt þessara tunnuhúsa á skipulagsyfirvöld en reynslan hefur kennt mér að blandan Jónas og yfirvöld hverju nafni sem þau nefnast geta á einni nóttu breyst í efni sem geta gert saklausa tunnu að púðurtunnu.

         
    Þetta er síðasta gæsin sem er er á lífi  frá síðustu gæsamerkingum á Blönduósi árið 2000    
         Ég hef reynt að koma því til skila að grágæsin AVP sem merkt var sem ungi sumarið 2000 við sýsluskrifstofuna á Blönduósi sé komin í heimahagana í sextánda sinn. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur stóð fyrir þessum merkingum á sínum tíma  ásamt fólki frá fuglaverndarsamtökum á Bretlandi. Ekkert hefur verið merkingar hér um slóðir sínan þá en Arnór hefur mikinn áhuga á því að merkja gæsir í sumar og koma fyrir á að minnsta kosti einni gæs gervihnattarsendi svo fylgjast megi með henni daglega. Þessi merki kosta 1.700 evrur og það væri gráupplagt fyrir nokkur fyrirtæki og stofnanir að slá saman fyrir einum sendi og koma sér saman um nafn á gæsina sem sendinn fengi. Tilvalið verkefni fyrir áhugasama í gæsabænum Blönduósi.
  • 1

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 60545
Samtals gestir: 10653
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 13:02:57