Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

Færslur: 2018 Ágúst

18.08.2018 21:19

Gassinn Arnór á Engihlíðarslóðum


Gæsir eru til margra hluta nytsamlegar. Þær éta t.d. gras og skila því hálfmeltu með trefjum út í umhverfið án tillits til geðslags íbúa bæjarins  en auka vafalítið lífræna ræktun bæði á gangstéttum og grasflötum. Þar sem gæsir safnast saman í þéttbýli þá verða þær með tímanum heimaríkar, sumir segja óforskammaðar og hvæsa á fólk eða stöðva umferð í tíma og ótíma. Þetta gætu þær hugsanlega hafa lært af Blönduóslöggunni því mikið er af gæs kringum höfuðstöðvar hennar. Ekki hef ég heyrt af því að Blönduóslöggan hvæsi en þekkt eru dæmi um umferðastöðvun. Þetta er aðeins inngangur að því  að um miðjan júlí var merkt gæs á Blönduósi með gervihnattarsendi og var þetta þriðja árið í röð sem það er reynt. Arnór Þórir Sigfússon fuglafræðingur hjá Verkís er afar vakandi yfir sérkennum gæsa almennt  og hvers vegna þær hafa valið Blönduós sem sérstakt uppvaxtarsvæði fyrir grágæsir. Ég veit ekki nákvæmlega hvers vegna Arnór hefur staðið að merkingum á Blönduósi sl. 3 ár en það hefur hvarflað að mér að hann geri þetta af umhyggju fyrir mér sem fylgst hefur með grágæsunum frá því ég flutti til Blönduóss. En hvað sem alla umhyggju snertir þá hafa þær tvær gæsir sem fengið hafa gervihnattarsendi látið lífið áður en þær náðu aftur í heimahaganna. Blanda sem fyrst var merkt í júlí 2016 dó á slóðum Auðar Djúpúðgu á Katanesi um jólaleytið sama ár. Hún flaug líklega ein síns liðs á flótta undan kappsömum skyttum á Melgerðismelum það árið.

 Arnór sem átti til merki af gæs sem skotin var á Melgerðismelum árið 2016 hélt merkinu á lífi fyrir tilstilli heiðarlegra skotveiðimanna og dagsbirtu og merkti aðra gæs á Blönduósi sumarið 2017 með merki föllnu Skagafjarðargæsarinnar. Sú gæs fékk nafnið Linda Björk og var merkt á Blönduósi. Maki hennar og sonur þeirra Lindu féllu í skotárás í landi Strjúgsstaða sl. haust og var af þeim mikill harmur. Daginn eftir fall þeirra feðga fór að bera á miklu hreyfingarleysi Lindu því GPS mælingar sýndu alltaf sama staðinn dag eftir dag. Til að kanna þessa kyrrsetu Lindu var gerður út leiðangur sem saman stóð að Höska Löggu og Robba sundlaugarstjóra og myndasmiðs. Skemmst er frá að segja að þeir félagar fundu merkið og komu því til Arnórs fuglafræðings sem áður er getið. Sendirinn var í umsjá Arnórs í vetur og var haldið á lífi með ljósi og yl. Til að gera langa sögu stutta þá birtist Arnór Þórir hér fyrir norðan með merkið góða og merkti eina gæs um miðjan júlí í nágeni við blokkina. Ekki lét hann mig vita fyrr en langt var gengið á júlímánuð að þessi atburður hefði átt sér stað. Ég var víðsfjarri heimahögum þegar ég fékk fréttirnar og kom ekki heim fyrr en viku eftir fréttirnar. Arnór sagði mér að hann hefði nefnt gæsina Arnór sem að þessu sinni var gassi . 



Ég sendi honum skeyti eigi alls fyrir  löngu og tjáði honum að það hefði nú verið gráupplagt að nefna gassann Jón Arnór í höfuðið á landskunnum körfuboltamanni. Fékk þessi hugmynd mín góðan hljómgrunn hjá fuglafræðingnum en það sem verra var þá réði hann ekki för í þessu máli.  Fljótlega eftir merkingu kom Arnór gassi sér út fyrir þéttbýlismörk og hefur haldið sig í landi Engihlíðar en austast farið í landareign Gústa á Skarði. Gæsaveiðitímabilið fer að hefjast og vil ég fara þess á leit við gæsaveiðimenn sem reyndar hafa ruglast á kúm og gæsum í landi Geitaskarðs að hafa auga með Arnóri gassa og gefa honum tækifæri til að leggja í Skotlandsferð í haust.

  • 1

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 846
Gestir í dag: 430
Flettingar í gær: 397
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 62127
Samtals gestir: 11200
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:51:56