Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

13.04.2016 16:26

Púðurtunnur og gæsamerkingar


Mávarnir í loðnu í Blönduósnum

Dagarnir líða, sól hækkar á himni og farfuglarnir streyma í heimahagana. Allt fram streymir endalaust. Skýin skyggja lítt á sólina  og vindurinn heldur sig til hlés þessa dagana. Það má segja að veturinn skilji við af hógværð og vorið laumast inn í líf okkar án vandræða.  Þannig hefur þetta verið frá páskum en reynslan hefur sýnt það að dag skal að kveldi lofa og mey að morgni.


Hlíf (Sigurðardóttir) og Lagga (Ragnheiður Þorsteinsdóttir) að leggja upp í göngu frá Fjörulallastíg á Bakkastíginn

Vorboðarnir eru margir og misjafnt hvað það er sem vekur vorið í brjóstum manna. Sumum finnst að vorið sé komið þegar þrestirnir hefja upp ástarsöngva sína fyrir allar aldir í lok mars. Vorboðinn ljúfi, lóan hefur lengi átt stóran sess í sálinni og þeir allra vorþyrstustu fagna sílamávinum sem vorboða í lok febrúar. Krían hefur verið einkennisfugl vorsins hjá þeim sem einna mesta hafa þolinmæðina en hún fer að koma í Ósinn allt frá 3. til 15. maí.  Einn er þó hér á staðnum sem hreinlega auglýsir sig sem vorboðan ljúfa og er það enginn annar en Jónas á Ljóninu. Já það er misjafnt hvar menn hýsa í huganum sinn vorboða.


Þó ríki friður er rétt að hafa varan á

Á Vesturbakkanum ríkir til þess að gera góður friður og hefur gert það í allan vetur en það gæti breyst þegar sumarsólstöður nálgast. Áður nefndur vorboði Jónas á Ljóninu hefur í hyggju að reisa þrjú tunnuhús á lendu sinni og leigja þær ferðamönnum sem athvarf frá og með 15. júní. Ekki ætla ég að fullyrða neitt um áhrifamátt þessara tunnuhúsa á skipulagsyfirvöld en reynslan hefur kennt mér að blandan Jónas og yfirvöld hverju nafni sem þau nefnast geta á einni nóttu breyst í efni sem geta gert saklausa tunnu að púðurtunnu.

         
    Þetta er síðasta gæsin sem er er á lífi  frá síðustu gæsamerkingum á Blönduósi árið 2000    
         Ég hef reynt að koma því til skila að grágæsin AVP sem merkt var sem ungi sumarið 2000 við sýsluskrifstofuna á Blönduósi sé komin í heimahagana í sextánda sinn. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur stóð fyrir þessum merkingum á sínum tíma  ásamt fólki frá fuglaverndarsamtökum á Bretlandi. Ekkert hefur verið merkingar hér um slóðir sínan þá en Arnór hefur mikinn áhuga á því að merkja gæsir í sumar og koma fyrir á að minnsta kosti einni gæs gervihnattarsendi svo fylgjast megi með henni daglega. Þessi merki kosta 1.700 evrur og það væri gráupplagt fyrir nokkur fyrirtæki og stofnanir að slá saman fyrir einum sendi og koma sér saman um nafn á gæsina sem sendinn fengi. Tilvalið verkefni fyrir áhugasama í gæsabænum Blönduósi.

30.03.2016 15:51

búinn að þegja þorrann og góuna

Það var löngum sagt að menn yrðu að þreyja þorrann og góuna en ég get með sanni sagt að ég sé búinn að þegja þorrann og góuna og þess vegna er ég hér og hættur að þegja.


Eyjólfur farinn að hressast þó hress sé

Vorið er handan við hornið því "vorboðinn ljúfi" Ljón norðursins sem reynir að þrengja sér fram fyrir lóuna var á forsíðu Gluggans fyrir skömmu (auglýsingablað A-Hún)  með alls konar tilboð um  næringu og afþreyingu sem og nokkrar vísur ortar undir höfundarnafninu Joð Ess. Jónas vert hefur gert lóunni erfitt fyrir hin síðari ár því vorauglýsingar hans hafa gjörsamlega skyggt á þennan vinsæla matfugl frakka. Meira um Jónas vert á Ljóninu síðar.


Bella, köttur Jónasar á eigin styrk

Í dag og undanfarna daga hefur verið bjart, kalt og stillt veður, veður sem sumir kalla gluggaveður. Hið góða við veðurminnið sem ég hef yfir að ráða þá er það gloppótt því ég var  búinn að gleyma Húnaflóaþokunni. Fyrir skömmu rétt um  hádegisbil leit ég glaður til himins og þakkaði þeim sem nokkrum er í nöp við fyrir fegurð heimsins. Sólin skein og það var sannkallað vor í lofti Eftir hádegi sinnti ég ýmsum verkefnum sem dæma mig til setu í stól en þegar færi gafst til stóð ég upp og leit út um gluggann og þá sá ég það sem ég hef svo oft séð áður og hefur oft skyggt á sólríkan dag við botn Húnaflóa. Þokan var mætt. Hvernig er hægt að gleyma svona mikilvirku náttúrufyrirbrigði á einum vetri. Mín tilfinning er sú að allt sem manni finnst óþægilegt gleymist til þess að gera fljótt en hið góða safnast í minnið. Ef þessi eigind væri ekki til staðar þá væri geðheilbrigðið mun lakara en það er. Húnaflóaþokan er enn við líði og meðan svo er þá minnka áhyggjur mínar af loftlagsbreytingum. Húnaflóaþokan er merki þess að aftur kemur vor og aftur kemur afturkippur í vorið sem er forveri sumarsins sem kemur þrátt fyrir mismunandi  misheppnuð vor.


Gæsir voru mættar í dag á túnið norðvestan við blokkina

Gæsirnar sem nokkrir elska að hata eru farnar að láta sjá sig og gaman að segja frá því að fyrsta gæsaparið kom í gærkvöldi þremur dögum seinna en í fyrra og í dag sáust þrjár gæsir á túninu norðvestan við blokkina. Það styttist í það að gæsirnar fari að skíta á slóða og stíga bæjarins, gangandi til mismikillar ánægju.  Skógarþrestirnir sem vanir eru að hefja ástarljóð sín í lok þessa mánaðar eru farnir að syngja fyrir nokkru. Þetta eru tíðindi í mínu einkalífi því þessu er ég ekki vanur en " þröstur minn góður" því fyrr því betra. Af vorinu og farfuglum er miklu meira að segja því tjaldurinn er kominn  og fyrsti farfuglinn sem sílamávur kallast er löngu kominn. Hrafninn er þessa dagana ofurseldur kynhvötinni því hann veit að kjörið er að vera búinn að koma upp ungum þegar varp farfuglana hefst. Fersk egg fyrir nýklakta unga er kjarnafæða. Merki vorsins eru farin að birtast þó enn sé kalt í lofti.


Glugginn, 13. tölublað kom út í dag og fer töluvert mikið fyrir vísu eða frekar vísum vikunnar og er tilfinning mín sú að Jónas á Ljóninu hafi verið þó nokkur orsakavaldur að gerð þeirra. Ein er þarna vísa sem ég álít vera eftir Sigurjón Guðmundsson oft kenndan við Fossa í Svartárdal. Hann var einmitt hjá mér þegar Jónas á ljóninu var að sjóða saman stökur til birtingar í Glugganum. Sigurjón segir á sinn hógværa hátt. Fann ég eigi orðin þá/ er ég segja vildi./ Var þó feginn eftir á/ að ég þegja skyldi. E.K. sem ég held að sé Einar Kristmundsson í Grænuhlíð lætur frá sér nokkra stökur sem allar enda á "eins og fyrri daginn" og er hann vafalítið að skírskota til Rúnar vinar míns sem þekktur er fyrir "Margt er það sem miður fer" vísurnar. Einar segir meðal annars og vitnar í einkunnarorð Jónasar á ljóninu: "á eigin styrk": Bjartsýnin er býsna virk,/ býr hann sér í haginn./ Jónas er á eigin styrk/ eins og fyrri daginn. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að prentuðum Glugga er hægt að sjá vísur Einars inni á huni.is

  • 1

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 614
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 714
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 1263452
Samtals gestir: 250915
Tölur uppfærðar: 24.5.2016 19:08:09