Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

Færslur: 2015 Júní

17.06.2015 16:27

Til hamingju Ísland


 Skrúðgangan frá Sölufélaginu í Félagsheimilið fór fram utan dyra. Fyrir göngunni fer Kristján Þorbjörnsson lögreglumaður. Hátíðarhöld fóru friðsamlega fram þó trommur hefðu verið slegnar 

Nú er17. júní um land allt eins og Hafnfirðingurinn sagði forðum og hafði hann mikið til síns máls. Í stuttu máli þá er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga í dag. Í dag fögnum við sjálfstæði þjóðarinnar og menn slíðra sverðin og fagna saman. Það er afar mikilvægt að eiga einn dag á ári þar sem fólk getur sameinast og glaðst saman yfir tiltölulega nýfengnu sjálfstæði. Það er ekki ofílagt að eiga einn dag á ári til þessara hluta því í 364 daga eða svo getum við nært sundurlyndisfjandann og skemmt þeð því föður hans, fjandanum sjálfum. "Til hamingju Ísland" sagði Silvía Nótt á sínum tíma og get ég svo sannarlega tekið undir orð hennar.

Það var eins og við manninn mælt að þegar nýtt tungl kviknaði í gær í hásuðri þá fór hann að blása úr suðri og senda okkur yl sem svo sárlega hefur vantað. Gróðurinn hreinlega drekkur hann í sig og laufin ryðjast úr brumum sínum og grasið æðir upp úr jörðinni. En þrátt fyrir þessa gróskumiklu náttúrulýsingu hér að framan þá flykktust þjóðhátíðargestir á Blönduósi inn í Félagsheimilið í skjól undan logni, skýjuðum himni og 14 gráðu hita. Skipuleggjendur hátíðarhalda tóku ekki þá áhættu að hann myndi hanga þurr meðan presturinn, Fjallkonan og Bæjarstjórinn fluttu mál sitt að ógleymdum ballethópi ungra meyja sem sýndi dans af mikilli innlifun. Ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér þessi ráðagerð að flytja hátíðarhöldin inn ekki vera sérlega vel til fundna og minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður en það kann þó að vera. Mig rekur minni til að það hafi áður rignt á hátíðargesti án þess að þeir hafi hlotið mikinn skaða af. En sem betur fer var skrúðgangan utandyra og var ekki annað að sjá en að göngumenn væru nokkuð glaðir bragði og meira að segja nokkrir höfðu á orði hve veðrið væri einstaklega gott og hentugt til hátíðarhalda.


Þjóðhátíðargestir á Blönduósi gengu beint inn í Félagsheimilið úr blíðunni

Ferðasumarið er komið í fullan gang í gamla bænum er og ekki annað að sjá en það fari ágætlega af stað. Vertinn á Ljóninu hann Jónas virðist samt ekki láta þær annir trufla sig verulega því hann auglýsti á dögunum í Morgunblaðinu eftir löglærðum manni (konur eru líka menn) sem helst má ekki vinna á lögmannstofu en hafa málflutningréttindi. Er skemmst frá því að segja að 7 lögfróðir menn höfðu við hann samband til að kanna hvað fyrir Jónasi liggi. Í stuttu máli þá eru það bæjaryfirvöld, lögreglan á Blönduósi, sýlumaður á sama stað, byggingafulltrúar, innaríkisráðuneyti, umboðsmaður, Alþingis, nokkrir lögfræðingar svo eitthvað sé nefnt sem hann ætlar að lögsækja. Þetta mikið verkefni sem bíður þess sem tekur að sér verkið fyrir Jónas vert. 


Vegna fjölda áskoranna þá birti ég hér með mynd af þjónustubifreið Jónasar á Ljóninu

Ég hitti einn þjóðhátíðargest utandyra  og sagði hann mér í óspurðum fréttum að eitthvað væri að gerast í sjónum því hann hefði séð nokkra seli á sundi við ós Blöndu og krían var önnum kafin í ætisleit rétt við ströndina. Til fróðleiks er rétt að geta þess að mun minna hefur verið af sel og hvölum fyrir botni Húnafjarðar undanfarin ár og eru því þessar fréttir sannarlega gleðilegar. 

  • 1

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 632
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 63870
Samtals gestir: 11320
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:54:09