Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

14.02.2007 18:31

15 ára í dag

Þessi dagur er merkilegur í lífi mínu og vonandi þeirra sem næstir mér standa. Þennan dag fyrir 15 árum var ég hirtur upp fyrir utan hótel Sögu nær dauða en lífi því nokkrar kransæðar til hjartans stífluðust skyndilega. Ekki var talið útilokað að þessi dagur væri sá síðasti í mínu lífi en svo er Guði fyrir að þakka að það gekk ekki eftir. Sem sagt ég á 15 ára afmæli í dag þó svo að árin frá fæðingu séu nokkuð fleiri. Gárungarnir í mínu lífi sögðu þá þegar sýnt þótti að karl mundi lifa þetta af að þetta væri ekkert nema stórmennskubrjálæði að taka eitt stærsta hús landsins til að halda upp á fertugsafmælið. Ég mæli með því að menn haldi upp á fertugsafmælið en Borgarspítalinn er ekki eftirsóknarverður staður til þess. Það er eins og mig minni að hún Mæva á Litla-Búrfelli eigi líka afmæli í dag og allveg tilvalið ef svo er að óska henni til hamingju með daginn. Það gerist ýmislegt á Valentínusardaginn. 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 246
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 64665
Samtals gestir: 11483
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 01:50:47