Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

19.02.2007 11:43

Júróvision og óvænt afmæli

Nú er skemmtileg og viðburðarík helgi að baki. Hún byrjaði með því að á föstudagskvöld komu börnin mín sem eru búsett á Akureyri þessi misserin til helgardvalar. Það vantaði bara að Lára Sóley væri með í þessum hóp en þessi indæla stúlka brá fyrir sig betri fætinum og lagði Cardiff að fótum sér. Laugardagurinn rann upp eins og aðrir dagar, það birti og birti eftir því sem á morgunin leið og þegar birtan var í hámarki þá komu barnabörnin með foreldrum sínum inn um dyrnar og á einu augnabliki breytist hin kyrrláta veröld Jóns og Margrétar. Já veröldin breyttist og fór að minna á gamla daga þegar hlátrasköll, grátur og eðlileg náttúruhljóð venjulegrar fjölskyldu fóru að berast um húsið. Ég nenni ekki að trufla þessa ljúfu upprifjun helgarinnar með olíuleka á Aðalgötunni og er hann hér með úr sögunni. Laugadagurinn hélt áfram að líða og það stefndi í það sem gert hafði verið ráð fyrir þ.e.a.s. Jóróvísíonkvöld með góðu fólki á Árbraut 12. Upp úr kl 20 fór að fjölga í húsinu frá því um miðjan dag og áður en nokkur vissi af var orðið júróvisonpartýhæft. Mikil spenna ríkti og voru menn hreint ekki á einu máli hvaða lag eða flytjandi ætti skilið að fara til Finnlands. Þegar úrslit lágu fyrir varð einum vina minna á orði " Jón við eigum ennþá sjéns" Þennan skildi ég. Annar vinur minn hafði á orði að eldri kynslóðin hefði tekið miklum framförum frá því í fyrra því núna hefði hún lært á gemsana og komnir fram úr krökkunum í notkun þeirra. Þessi dægurlagakeppni var spennandi og ekkert gefið fyrirfram líkt og í fyrra þegar úrslit lágu fyrir löngu fyrir keppni. Þegar þessu partýi lauk tók við annað upp úr miðnætti en það var svolítið á öðrum nótum en hið fyrra . Nú tók við samstund sem einkenndist af því að taka sköpunina í eigin hendur og hætta að þiggja eitthvað frá samfélaginu í gegn um sjónvarp. Hljóðfærasláttur, söngur, og sögur lyftu samkomunni á æðra plan og gleðin og gáskinn einn réð ríkjum. Það er svona til að ljúka þessari upprifjun helgarinnar að svo skemmtilega vildi til að mitt í allri þessari uppákomu álpaðist ég til að eiga afmæli. Það væri svo sem ekkert í frásögur færandi nema fyrir það að ég fékk frábærar gjafir í ýmsu formi. Það hefur aldrei verið mér auðvelt að játa mig sigraðan en barnabörnin í Garðabæ gerðu það sem afar fáum hefur tekist þau gjörsigruðu mig með frábærum afmælissöng. Ég segi bara að lokum. Takk kærlega fyrir mig!

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 246
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 64680
Samtals gestir: 11486
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 03:57:14