Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

28.02.2007 21:06

Leitin að Möllu mús og haltasta manninum

  Ég er kominn heim frá Kaupmannahöfn að ég best veit óskaddaður. Um þessa ferð er það helst að frétta að að við hjónin skemmtum okkur vel og það var afar kærkomið að fá svolitla hvíld frá kapphlaupi fjölmiðla um að finna haltasta manninn á Íslandi. Það gæti verið án þess þó að vita það, fróðlegt að vita hvað var efst á baugi ekki Baugi á þessum tíma fyrir ári. Einhvern veginn finnst mér að leitin að haltasta manninum hafi ekki verið eins magnþrunginn og í dag. Reyndar fer jafnframt fram þessa dagana leitin að grænasta flokknum og keppast menn og málgögn í svifrykinu og útblæstrinum syðra við þá leit. Eitt er þó jákvætt við þá umræðu að umhverfisverndin og leitin að gróðurhúsloftinu er farin að haldast meira innan borgarmarkanna en verið hefur. Nægir þar að nefna Heiðmörk, Álafosskvosina og Straumsvík svo eitthvað sé nefnt. Það laumast í mitt lítilvirka heilabú að þessi umræða öll sem er svo niðurdrepandi, yfirborðsleg og vita gagnslaus fyrir þá sem þurfa virkilega á hjálp að halda nema að sjálfsögðu fyrir þá sem nærast á lýðskrumi, tengist á einhvern hátt komandi þingkosningum. Æ hvað það verður gaman þegar kosningum lýkur og umræðan kemst á svolítið hærra plan. Þá gætum við hafið leitina að Guðsvolaðasta landsbyggðarmanninum sem ekur um á nagladekkjum étandi snakk sem löngu er útrunnið. Ekki mundi það nú skemma ef hægt væri nú að kreista út úr honum tár alþjóð til þunglyndisörvunar, ekki veitir af því þá gætum við farið að leita að gráttleiknasta meðalmanninum veifandi ginistuðlum og normalkúrfum og já að sjálfsögðu tökum við tillit til meðalfráviks sem virkar bara í aðra áttina.  
    En svona til bregða birtu á hið örsmáa í lifinu sem er svo mikils virði, þá er orðið ansi langt síðan ég sá nágrana minn hana Möllu mús. En ég sá köttinn í næst næsta húsi í hádeginu, ég held hann heiti Höskuldur eða eitthvað svoleiðis. Höskuldur var sem sé kominn í heimsókn og lét lítið fyrir sér fara á þaki heimili Möllu og skammt þar frá sem fuglunum er gefið. Hjá mér stendur núna yfir að ég held leitin að gráttleiknustu músinni í minni litlu músarveröld. Vonandi er Malla óétin af Höskuldi en líklega fæst aldrei svar við því frekar en svo mörgu öðru.
 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 246
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 64680
Samtals gestir: 11486
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 03:57:14