Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

04.03.2007 17:42

Miðdepillinn og naflaskoðunin

Sunnudagar eru kenndir við sólina þennan miðdepil sem allt í okkar sólkerfi snýst um. Að minnsta kosti segir Bubbi að jörðin snúist í kringum sólina. Hvernig tilfinning skyldi það vera að vera miðdepill sem allt snýst í kringum. Vafalítið er hún blendin nokkuð og veldur líklega hver á heldur. Sumir eru fæddir miðdeplar að eigin áliti, og eftilvill annara líka en öðrum er skipað að hringsnúast í kringum miðjuna í mismikilli fjarlægð. Ef við bara skoðum sólkerfið okkar þá er jörðin ekki midepill nema fyrir tunglið en að helstu vísindamanna sýn er eina lífið á jörðinni  að finna. Niðurstaða: Það þrífst ekkert líf í miðjunni, haltu þig í hæfilegri fjarlægð svo þú sjáir sólina. Kannski er þetta eins og skáldið sagði: reyndar man ég ekki hvaða skáld það var, Maður sér ekki skóginn fyrir trjám. Hafið þið ekið  t.d um Finnland þá fattið þið þetta. Eitt er víst í henni veröld fyrir utan það auðvitað að deyja og vera miðdepill útfararinnar að hver er sjálfum sér næstur. Ef menn höndla þann sannleik með nokkrum heiðarleika þá mun þeim farnast vel því í þessu felst einfaldlega það að allt sem sem þú villt að aðrir menn gjöri þér skalt þú og þeim hið sama gera. Þetta sem hér er að framan ritað er svona sjálfsprottin hugleiðing um eigin stöðu í lífinu og flokkast undir naflaskoðun. Naflinn er jú einhversstaðar mitt á milli jarðar og hæð hvers og eins,Tunglið það snýst um jöðina sem sagt miðdepill nema auðvitað að maður liggi útaf í hnipri. Það sem hér er ritað varpar á engan hátt ljósi á þann sem þessar línur ritar því hann hefur alltaf verið talinn miðdepil alls og að allt eigi að snúast í kringum hann, um það geta margir vottað þó svo ég sé langt í frá sammála þessari fullyrðingu. Þar sem ég á þessu augnabliki verð einn heima í kvöld munu örlög mín verða þau að snúast í kringum pottana. Ef við byggjum á tunglinu sem jörðin skyggði á í gærkvöldi sæjum við jörðina og gætum  hugsanlega fattað það hversu yndislegt er að búa á jörðinni þar sem mönnum kemur misjafnlega saman. 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 266
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66080
Samtals gestir: 12124
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 07:24:15