Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

06.03.2007 17:58

þú gengur aldrei einn

"Fundur var haldinn 21. febrúar í Brunavörnum A-Hún. og þ. 27. febrúar 2007 í Slökkviliði Skagastrandar þar sem slökkviliðsmönnum voru kynntar hugmyndir um sameiningu slökkviliðanna. Undirtektir á báðum stöðum voru á þá leið að menn vildu sjá nánari útfærslu áður en ákvörðun yrði tekin um sameiningu. Niðurstaða fundarins er að Ágúst Þór Bragason, muni stýra stefnumótunarvinnu um tilhögun á skipulagi slökkviliðanna miðað við að þau yrðu sameinuð." Þetta getið þið fundið allt saman inni á vefnum blonduos.is. Eftir stendur í mínum huga hver muni stýra umræðunni ef ekki verður af sameiningu. Einfaldast er líklegast að vera ekkert til að sameina þetta þá gætu menn dundað sér áfram hver í sínu horni, hver með sína slöngu. Það er "gæfa" okkar sem sýsluna byggja að vera sífellt að rogast um með allar heimsins birgðar á mörgum herðum. En það grátlega er að herðunum fækkar sem birgðarnar bera. Það er bara svo déskoti margt sem hægt væri að leggja út frá þessum orðum að manni verður orða vant. Mér sýnist vera kominn grundvöllur fyrir nýtt framboð manna sem er algjörlega orða vant í samfélagi hinna mörgu slangna. Einhver vitur maður sagði: "Hver hefur sinn djöful að draga" . Ætli þetta gildi ekki bara um slöngurnar líka og því óþarfi að vera nokkuð að tjá sig um það frekar. En eitt er ljóst að mínir menn í Liverpool verða að vera sameinaðir og samstilltir eigi þeir að eiga möguleika á því að vinna Börsunga á eftir. Þú gengur aldrei einn og síst með þunga brunaslöngu ef árangur á að nást. Áfram Liverpool, Áfram A-Húnavatnssýsla.  

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1028
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 66911
Samtals gestir: 12208
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 01:32:43