Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

09.03.2007 15:23

Með hret í huga í 6 gráðu halla

Það er allveg með ólíkindum þegar maður segir eitthvað upphátt með vonarneista í brjósti þá kemur það í bakið á manni áður en maður veit af. Til dæmis álpaðist ég til að setja inn nokkrar myndir í gær og kallaði myndaflokkinn " Blönduós í vorhugleiðingum". Meira þurfti ekki til. Maður var varla búinn að ljúka verkum en vorhret birtist á glugga. Það er eins og konan sagði " það hefnir sín alltaf góða veðrið" Ég er ekki frá því að sú ágæta kona hafi eitthvað til síns máls. Hretin birtast í ýmsum myndum og væri að æra óstöðugan að tæma hretlistann. Til dæmis kom til mín maður í dag´, nánar tiltekið hann Viðar sem við hér búum köllum í daglegu tali "kjölfestufjárfestinn" og tjáði mér að strax eftir helgina muni Óli Hall eina alvöru fiskiskip Blönduósinga láta úr Blönduóshöfn fyrir fullt og fast og líklega muni útgerð endanlega leggjast af. Viðar sagði að Óli væri á leið til Ísafjarðar. Þessi athöfn er án nokkurns vafa hretkend í atvinnulegu tilliti. Ekki má þó gleyma í þessu sambandi framlagi þeirra Jóa Þórðar og Ívars Snorra til útgerðarmála á Blönduósi. En Óli Hall er samt stærri bátur en Dagbjört Inga og Jakinn til samans. Það er þó ljós í myrkrinu ef það er kveikt á því. Að minnsta kosti koma fram sú hugmynd á íbúaþingi í gærkvöldi að gera hér út þrjá línubáta, koma upp frystihúsi og halda ótrauðir áfram í útgerðarmálum. Það er ekki svo galið að taka sér ærlegan göngutúr á göngubrettinu frá Sjálfsbjörg, setja hraðann á 5 km á klst og stefna 6 gráður upp á við, hugsa sitt lítið af hverju og segja ekki nokkrum einasta manni frá því sem í hugan kemur.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 943
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66757
Samtals gestir: 12179
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 21:27:37