Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

13.03.2007 20:56

Öræfakyrrð með hæfilegri mennskri blöndu

   Það var margt að gerast hér í sýslu um helgina og nægir þar að nefna heljarinnar hestamót á  Svínavatni og árshátíð hjá Grunnskólanum á Blönduósi. Hið merkilega gerðist að "Húnvetningar og Vestur- Húnvetningar" lögðu saman krafta sína og úr varð glæsilegt hestamannamót á ísilögðu Svínavatni. Þarna í krikanum við Stekkjardal var hin ákjósanlegasta aðstaða til sýningarhalds og var greinlegt að mikið var í lagt. Hestakostur góður og veðrið lék við hvern sinn fingur. Ég hef gaman af hestum og svona skepnum yfirleitt þannig að ferðin fram Svínvetningabraut á laugardaginn var ekki illa til fundin. Þar sem ég ók í mínum fjallabíl út úr Blönduósbæ með útvarpið stillt á Rás 1 hlustandi á fréttaskýringar um hverskyns vandamál nútímannsins fullur hluttekningar varð ég fyrir skyndilegri truflun um það bil 17 km frá Blönduósbæ. Birtist mér ekki hvæsandi grágæs við afleggjarann heim að Litla-Búrfelli. Ég var nokkuð viss um að gæsirnar væru ókomnar frá Skotlandi þannig að þess fugl hlaut að hafa verið í sýslunni í vetur eða nýkominn úr menguninni fyrir sunnan. Hvað um það, ég bauð fuglinn velkominn inn í veröld mína, tók af honum  og nokkrum grönóttum nautgripum nokkrar myndir og hélt svo áfram leið minni á vit hestanna. Komin yfir Sólheimaheiðina sé ég alla dýrðina, hesta, menn og bifreiðar. Þegar ég stíg út úr bifreið minni með myndavél um öxl mætir mér nokkuð sem ég hef aldrei heyrt í jafn ríkum mæli á þessum stað. Sem sagt tónlist í  hærri kantinum. Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér pínulítið á óvart því ég hélt að þegar ég  kæmi í svona samkvæmi þá mundi mæta mér hófadynur  og brestir frá ísnum.  Þægilegt mal í mönnum um frammistöðu knapa og dómara. Í stuttu máli, öræfakyrrð með hæfilegri mennskri blöndu. Þessi tónlistarflutningur virtist ekkert trufla gæðingana og menn almennt, jafnvel " tjúna" allt upp í spennuþrungið andrúmsloft. Kannski á þetta að vera svona, jafvel gott því þá heyra menn ekki hver í öðrum og misjafnlega vel heppnaðar athugasemdir alþýðudómstólsins berast ekki milli manna. En ég saknaði svolítið að missa af þessum þætti. Þess ber þó að geta að hávaðinn var ekki meiri en svo elskulegar afgreiðslukonur heyrðu í mér þegar ég bað um pylsu og kók. Sýningin var glæsileg, ekki spurning en að lokum sneri ég heim með útvarpið áfram stillt á Rás 1. Aftur  rakst ég á gæsina og  og grönóttu nautgripina en að auki sá ég til Einars bónda í Grænuhlíð huga að fé sínu. Já við Elly Vilhjálms sungum saman á heimleiðinni á lágu nótunum gullfalleg lög um fegurð heimsins, hún á Rás 1 en ég undir stýri.   

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1028
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 66973
Samtals gestir: 12215
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 02:17:01