Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

14.03.2007 17:59

Aðalgatan laus úr fjötrum

   Það er yndislegt hvað kurteisleg orð með málefnalegu ívafi fá áorkað. Hér fyrir neðan sjáið þið Molda kallinn úrbeinaðan, úr sér genginn , í einu orði sagt gjörnýttan fjarlægðan úr Aðalgötunni í dag. Moldi þessi var um nokkurt skeið í hagagöngu með Blesa sem líka er horfinn. Blesi greyið var tekinn frá Molda þegar fyrir lá að blessuð skepnan yrði úrbeinuð svo Blesi þyrfti ekki að horfa upp á eigið kyn bútað niður í  neytendavænar stærðir.

Blesi var settur í hagagöngu með Grána og þessar öndvegis blykkbykkjur eru núna allar horfnar úr  Aðalgötunni. Eftir standa eða eru á ferð um götuna eðalvagnar sem hvarvetna er sómi af. Þess ber einnig að geta að Rauður í Dýralæknishúsinu er farinn en eftir stendur einn hann Búkkarauður og er lítið vitað um hversu lengi hann muni staldra við.
Það má segja að þessu fylgi þó einn örlítill galli en það er að Jón Sigurðsson hundur hefur færri hluti til að míga utan í á leið sinni um götuna en viss er ég um að Nonni hundur og Stefán finna svar við þessu. Á myndinni má líka sjá að þeir félagar eru þegar farnir að líta til annara átta eftir lausn vandans. Eftir stendur að Aðalgatan er aðalgatan hrein og fögur

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 452
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66266
Samtals gestir: 12163
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 15:02:45