Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

15.03.2007 13:25

Kringluklám?

Það sem hægt er að (mis)bjóða nútímamanninum þessa dagana. Inn um bréfalúguna hjá okkur hjónun barst í dag auglýsingabæklingur frá Kringlunni með þessari líka vafasömu forsíðu. Ég sá strax að hér var um alvarlegan kynjayfirgang að ræða. Þarna kemur karlinn úr hæstum hæðum, langt yfir konuna hafinn með með einn fótinn á undan sér. Fyrir neðan stendur konan varnarlaus og gleið en þó með ögrandi blik í auga. Ég spurði konuna mína til öryggis hvort hér væri höggvið  nærri hugmynd hins siðmenntaða manns um klám. Mín kona vildi nú ekki taka eins djúpt í árinni og ég, en sagði að með góðum vilja mætti sjá út úr þessu hvað sem er og færi það  töluvert eftir  hugarheimi þess sem ályktanirnar drægi.  Eftir þessar umræður okkar hjóna sem fram fóru meðal annars þegar að ég hjálpaði henni að taka óhreinu diskana af eldhúsborðinu sat ég upp með eigin hugsanir skömmu síðar í hægindastólnum með þægilegan niðinn úr vatnskrananum í eyrum, jafnframt hlustandi á veðurfregnirnar. " Fjandakornið ekki getur það verið að eitthvað sé að mínum huga í þessum málum því að mínu mati er ég nokkuð víðsýnn og algjörlega með það á hreinu að konur eru ákaflega mikilvægar persónur og verðar launa sinna". Núna velti ég því fyrir mér hvernig karlinn hafi komið niður og hvort annað hvort þeirra hafi hlotið nokkurn skaða af þessu öllu saman.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 390
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66204
Samtals gestir: 12158
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 14:18:52