Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

21.03.2007 19:03

Samkeppnisdrápsfýsn

 

    "Mjólkuriðnaðurinn er líklega verndaðasta atvinnugrein á Íslandi. Hann hefur nánast enga erlenda samkeppni; hún er útilokuð með ofurtollum. Árum saman hefur landbúnaðarráðherra látið sem vind um eyru þjóta tilmæli samkeppnisyfirvalda um að samkeppnislöggjöfin nái yfir mjólkuriðnað eins og aðrar atvinnugreinar og að opinberri verðstýringu á mjólkurafurðum verði hætt." Þessi tilvitnun er höfð úr mínu ástsæla Morgunblaði sem núna horfir yfir Rauðavatn og sér loksins fegurð heimsins komin á öræfaslóðir fjarri skarkala nafla Reykjavíkur. Eina verndin sem mjólkuriðnaðurinn hefur fengið er sú að einokunaraðilar í einkageiranum sem hafa "velferð" viðskiptavinana að leiðarljósi hefur verið haldið frá því að sundra mjólkurframleiðendum í landinu. Ef svo "vel" tækist til að að sundra mjólurframleiðendum og þeir mundu skiptast í tvö samkeppnishorn þá hyrfi hið græna yfirbragð af landinu. Neytendur myndu í fyrstu fá ódýrari mjólkurvörur? Jafnvel innfluttar að hluta til að fullkomna samkeppnina og síðan algjörlega innfluttar. Þessar lífsnauðsynlegu vörur yrðu fluttar inn frá löndum þar sem réttindi verkafólks eru ekki í hávegum en réttlæti hins fátæka Íslendings sem svo rækilega hefur verið kynntur til sögunnar m.a. af Stefáni Ólafssyni og Þorvaldi Gylfasyni, yrði fullnægt. Eftir sæti hnípinn landsbyggð sem ekki gæti lengur framfleytt sér á öðru en selja jarðir sínar á dágóðu verði til þeirra sem sjá um innflutning á mjólkurafurðunum. Riddarar fákeppninnar gætu þá riðið út, kastað fyrir silung og fyllt hjarta sitt friði í friði fyrir einokuninni . Samkeppnin um hið gróna land þar sem óvægið ofureflið yrði ofaná, verðmæti hins kjarngóða grass norðurslóðanna, orkulinda hins skammvinna sumars yrði kastað á glæ í einni svipan að minnsta kosti til landbúnaðarframleiðslu. Það kæmi svo sem ekki á óvart að einhverjir þeirra sem fé hefðu lagt til þessara "þjóðþrifa mála" þar eð að segja , sundra samstöðu landbúnaðarins, myndu leggja í myndarlegan í sjóð til að fjármagna svo sem einn sýslumann, einn sóknarprest, og ef til vill einn oddvita í hverju héraði til þess að komandi kynslóðir gætu ferðast um landið sjáandi ljóstýru á einum og einum bæ hvar fram færi uppörvandi endurgerð hins gamla tíma. Stöndum vörð um auðlindir sveitanna sem er samstaðan gegn ógnarvaldi fákeppninnar á íslenskum matvælamarkaði. Virkjum auðlindir landsins hverju nafni sem þær nefnast

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 452
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66266
Samtals gestir: 12163
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 15:02:45