Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

22.03.2007 18:33

Eldfjallagarður eða bara eitthvað annað

    Margt hefur verið rætt og ritað um náttúruna, landið og miðin og hvernig ætti að umgangast herlegheitin. Stofnaðar hafa verið hreyfingar, flokkar og Guð má vita hvað um það eitt að nýta ekki auðlindir landsins. Þvílíkum ljóma stafar af þessu öllu að margir hafa fengið ofbirtu í augun og sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Þessi umræða er að verða svo manísk og einsleit að hið hálfa væri nóg hin síðustu misseri. Þessi umræða líkist orðið trúarbrögðum af verstu tegund því annaðhvort er maður náttúruvænn eða náttúruníðingur, ekkert er þar á milli. Sem sagt annaðhvort fer maður til fjandans eða himna svo einfalt er það. Því kom mér í huga limmra eftir minn innri mann:

"Frá hægri og vinstri þeir vel hafa kannað
og víðtæka þjóðernistefnuna sannað.
Okkar auðlindaarður
er eldfjallagarður
og eitthvað sem kallað er allt, allt, allt annað.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 400
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66214
Samtals gestir: 12161
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 14:41:42