Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

25.03.2007 22:29

Sullað í reynslubrunninum með Blíðfinni

Núna er ég nýkominn heim úr Reykjavíkinni eftir að hafa verið á námskeiði um helgina hjá Þorvaldi Þorsteinssyni (Blíðfinni) hvernig maður á að skrifa. Í stuttu máli þá er þessi náungi déskoti sjóaður í því að umturna öllu hefðbundnu í heilabúinu og gera mann uppvísan að því að það er hægt að gera allan fjandan á stuttum tíma ef kafað er í reynslubrunn hjartans. Það var svo gaman að fylgjast með því hvernig honum tókst að fá menn til að virkja misjafnlega steinrunninn hjörtu sín og þvera hausa. Hvernig ólíkir einstaklingar grófu upp góða hluti úr sálarfylgnsum sínum  á engri stundu og gerðu það áhugavert fyrir aðra. Ég er ekki frá því að ég hafi eitthvað lært í það minnsta það að geyma það ekki til morguns það sem þú getur gert í dag því tíminn sem maður hefur á maður að nýta og gefa öðrum að smakka úr sálarkistunni. Þorvaldur segir að með því geti maður smitað út frá sér og mestu ólíkindatól geti farið að gera eitthvað sem þau aldrei annars myndu gera þó að þau hafi allt til þess. Ég veit að þetta hljómar svolítið klikkað og ég get svo svarið að ég er allsgáður þegar ég rita þessar línur. Ég vil bara svona í lokin þakka fyrir þessa helgi því við hjónin komumust klakklaust fram og til baka, án þess að valda öðrum skaða. Hittum gott fólk án þess að tilgreina það sérstaklega og heim er kominn ríkari maður.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 452
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66266
Samtals gestir: 12163
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 15:02:45