Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

26.03.2007 21:05

Henry Labonne, Skúli Thor og Kornsárhúsið

    Það er alltaf gaman af því að fá viðbrögð við því sem maður er að gera. Viðbrögðin þurfa ekki endilega að vera í halelújastíl en það skemmir ekki. Klapp á bakið, upplýsingar um mynd sem maður hefur tekið og birt, bara eitthvað sem gefur, bæði mér og þér. Ég fékk ansi skemmtilegan tölvupóst frá Skúla Thoroddsen um daginn þar sem hann segir mér frá því að ég sé ekki sá fyrsti sem tók mynd af gamla Kornsárhúsinu. Áður en lengra er haldið þá er rétt að geta þess að Skúli er "þekktastur" fyrir að hafa alist upp á Blönduósi, leikið á saxafón ef mig misminnir ekki og síðast en ekki síst fyrir að hafa ásamt sinni fjölskyldu unnið að endurbyggingu á gamla Kornsárhúsinu á þann glæsilega hátt að eftir er tekið. Mig langar og læt verða af því að birta hér hluta úr bréfi Skúla ef það gæti orðið uppspretta frekari sagna af þessu fallega og fornfræga húsi. 

    "Þú varst raunar ekki sá fyrsti til þess að mynda það [Kornsárhúsið] heldur náttúrufræðingurinn og læknirinn Henry Labonne sem gerði það árið 1886. Og til þess að sanna mitt mál þá sendi ég hér með afrit af henni. Frumkópían hangir uppi á einhverju safni í Frakklandi og undir henni standa orð Henry's (Ég veit þú ert góður í frönsku) "la plus belle maison du Islande"

    Ég verð að játa það að ég kann lítið sem ekkert í frönsku og finnst meira að segja franskar kartöflur ekki góðar. Sem sagt ég þarf að fá aðstoð til að þýða þessi frönsku orð en svona til að undirstrika það sem mér finnst og mörgum öðrum að Korsárhúsið sé með fallegustu húsum á landinu og hefur það fram yfir flest að vera staðsett á einhverjum fallegasta stað á landinu ætla ég að birta hér mynd Henry Labonne og mynd sem ég tók í sumar.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66810
Samtals gestir: 12193
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 23:22:56