Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

27.03.2007 10:14

Þrösturinn mættur og við Höskuldur gleðjumst

    Það er ansi góður skriður á vorinu þessa stundina. Í morgun heyrði ég skógarþröstinn skvaldra í fyrsta sinn á þessu vori. Ég notaði ekki orðið syngja því það gerði hann ekki en von mín er sú að það gerist innan fárra daga. Það hefur verið nokkuð föst regla hjá þröstunum í minni götu að byrja ekki að syngja fyrr en 31. mars og hygg ég að þá séu þrestirnir orðnir nógu margir til þess hægt sé að fara að líta í kringum sig eftir maka. Söngur þrastarins er ein af fyrstu sinfoníum vorsins og alltaf hljómar hún vel í mínum eyrum þó svo sungið sé látlaust alla vornóttina. Þessi söngur er Höskuldi ketti líka afar kærkominn (ég held hann heiti Höskuldur). Höskuldur þessi hefur áður komið við sögu í pistlum frá mér og hef ég hann grunaðan um að hafa étið Möllu mús, því músina hef ég ekki lengi séð og áhugi Höskuldar fyrir baklóðinni hjá mér hefur snar minnkað . En nú eru bjartari tímar hjá Höskuldi og fleirum og vafalítið á ég eftir að fjalla um áhuga þessara litlu tígrisdýra á fuglum heimsins fyrst Malla er úr sögunni. 
    
    Á göngu minni eftir Blöndubökkum í morgun hitti ég mæta frú sem var ekki frá því að hún hafi heyrt í grágæs fyrr um morgunin þannig að nú geta Blönduósingar farið að bölva eða blessa gæsina. Eldri borgarar þessa bæjar hafa sumir hverjir kvartað yfir gæsaskítnum á Flúðabakkanum og hafa jafnvel talað um þegar verst lætur að það myndist hálkublettir og varasamt getur verið að ferðast um götuna nema á mannbroddum. En það er allt að gerast í vorinu nú sem stendur og vonandi á þetta bjartsýniskast ekki eftir að hefna sín mjög mikið.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 714
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66528
Samtals gestir: 12167
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 17:22:20