Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

29.03.2007 14:28

Höskuldur og 7,5 metrarnir

    "Skrifað var undir viljayfirlýsingu í gær á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Lilju Pálmadóttur, Hofi á Höfðaströnd, og Steinunnar Jónsdóttur, Bæ á Höfðaströnd, um að þær Lilja og Steinunn færi íbúum Hofsóss og nágrennis 25 metra sundlaug að gjöf með tilheyrandi aðstöðu." Þetta las ég á Mbl.is núna áðan en Mbl hafði þetta úr Feyki.
    Alltaf leggst þeim eitthvað til í Skagafirði hugsaði ég öfundarlaust. Mikið væri það nú gott ef einhver svona sæmilega efnaður, þyrfti ekki að vera ríkur, gæfi okkur bæjarrbúum  svona eins og 7,5 metra langa sundlaug. Það er jú sú lengd sem vantar uppá að bæjarfélagið geti fært okkur 25 metra laug. Ég hefði verið kátur ef þessar ágætu konur hefðu gefið Hofsósbúum 17,5 metra laug og okkur 7,5 metra sundlaug en það er víst ekki boði.
    Reyndar kom Höskuldur köttur í heimsókn til okkar hjóna  í gær og nefndi sundlaugina ekki einu sinni á nafn. Allt hans látbragð var með þeim hætti að honum þætti örlítið vænt um okkur. Það gæti hugsast að hann hafi verið að þakka fyrir Möllu mús eða aðgengileg hreiðurstæði í garðnum okkar. Höskuldi var fylgt til dyra og sýnd fyllsta kurteisi þrátt fyrir að hann hafi komið óboðinn og það inn um svefnherbergisgluggann. Mikið déskoti öfunda ég Höskuld. Hann þarf ekki að velta fyrir sér misvitrum umræðum um nýtingu auðlinda eða lengd sundlaugar á Blönduósi. Hann fer bara sínar leiðir í náttúrunni óháður því hvaða skoðun menn hafa á því með hvað hætti fuglar og mýs deyja. Svona er þetta bara. 

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 66810
Samtals gestir: 12193
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 23:22:56