Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

17.04.2007 17:56

Blönduós-Reykjavík-Blönduós

    Ég veit ekki hvað það er en mér leiðist alltaf svona lengst inni í mér að fara til Reykjavíkur. Í raun og veru veit ég ekki hvað veldur því í þessari borg er ég borinn og barnfæddur. Þarna kynntist ég Tarzan, Roy Rogers, já og Carlsen stýrimanni svo einhverjir séu nefndir. Það leggjast alltaf einhver þyngsli yfir mig þegar ég kem upp úr Hvalfjarðargöngunum á suðurleið og stundum fyrr ef illa liggur á veðurguðunum. Hið gagnstæða gerist líka þegar haldið er heim á leið  því að um leið og síðasta hringtorgið í Mosfellsbæ er yfirgefið hríslast um líkamann sælutilfinning og þegar ég sé skiltið uppi á Kjalarnesi að einungis 225 km (gæti verið önnur tala) séu eftir þá gerist eitthvað yndislegt sem þeir einir skilja sem skilja mig sem eru að sögn konu minnar afar fáir. Það sem gerist á milli þessara átakspunkta í ferðalaginu þ.e Hvalfjarðargöngin- Rvík og hringtorgin í Mosfellsbæ-Blönduós er afar fróðlegt fyrir þá sem hafa á því áhuga. Við hjónin og þá sérstaklega ég höfum komið upp líkinda hugleiðingum hvert hver og og einn er að fara sem er á sömu leið og ég en ekur hægar. Bara sem dæmi þá er við hjónin rendum út af ÓB planinu í Borgarnesi þá álpaðist fyrir framan mig vörubifreið sem merkt var Loftorku.  Mér leiðast vörubifreiðar fyrir framan mig en ég hef komið mér upp hugleik sem gengur út á það að reikna bílana út af leið minni milli áfangastaða til þess að eyða ekki í það orku og spennu við það að taka fram úr þeim. " Magga, er Loftorka ekki í Borgarnesi" Jú svaraði frúin. Þá bíð ég með að taka fram úr vörubílnum því líklega beygir hann fljótlega og í þessu tilfelli gekk það eftir. Þegar Loftorkubíllinn var úr sögunni nálguðumst við hjónin í okkar fjallabíl fljótlega glæsibifreið eina og Musso jeppa svona 10 ára. Ég sagði við konuna þessi glæsibifreið er örugglega á leið til Ísafjarðar , þetta er einhver útgerðarmaður sem á engin erindi í Húnavatnssýslur. Líklega er þessi á Mussojeppanum úr Dölunum bætti ég svo við. Þegar glæsibifreiðin tók fram úr Mussojeppanum skammt frá Bifröst og og ég dólaði á 91 á eftir Mussóinum fullviss um að hér væri Dalamaður á ferð var ég rólegur því hann myndi áræðanlega beygja við Bröttubrekku. Þetta gekk allt saman eftir og þurfti ég ekki að taka fram úr neinum bíl frá Hafnarfjalli til Blönduóss og er þar einungis fyrir að þakka skyggnigáfu minni á ferðaáætlun samferðamanna minna. Niðurstaðan er: Hugsið á meðan þið slugsið á eftir hægfara bílum það sparar allt nema góða skapið.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 64410
Samtals gestir: 11468
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 22:50:30