Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

19.04.2007 18:32

Köld slóð, Helene G og stóra stoppið

    Þá er sumarið komið og frusu saman vetur og sumar. það veit á gott samkvæmt þjóðtrú og er engin ástæða til annars en að trúa því.  
    Venja sem lengi hefur verið við líði á Blönduósi sumardaginn fyrsta er sumarskemmtun yngri nemenda Grunnskólans á Blönduósi. Þessar skemmtanir sótti maður til fjölda ára en núna stendur maður frammi fyrir þeirri staðreynd að maður á ekkert barn eftir í Grunnskólanum. Maður er víst orðinn svo fjandi gamall en það sést fyrst og fremst á börnunum blessuðum þ.e.a.s. mínum. Að sjálfsögðu getur maður sótt þessar sumarskemmtanir þó maður eigi ekki barn í skólanum ,en........  ?! 
    Þennan fyrsta sumardag ársins 2007 lögðum við hjónin á Þverárfjallið og litum til með þeim á Króknum. Sáum hvernig Rarik sullaði yfir Króksara nyrst í bænum en frá þessum hamförum komust allir heilir og það er það sem skiptir máli. Á leið yfir fjallið  eru nokkrir bæir sem farið er fram hjá. Langar mig sérstaklega að nefna bæinn Illugastaði í Laxárdal. Bæinn sem kvikmyndin "Köld slóð" var að hluta til tekin upp. Búið er að setja hlera fyrir flesta glugga einfaldlega vegna þess að sumir sem um þessa slóð fara þola ekki gler í gluggum og brjóta það jafnóðum og það er sett í. Það er ansi köld slóð sem fólk með slíkt skemmdar hugarfar skilur eftir sig og er flestum venjulegum mönnum slíkt hugarfar óskiljanlegt. 

    Lárus B (Krákur) Jónsson var býsna brattur þennan fyrsta sumardag og tók fagnandi á móti Helene G. Héldu sumir að þessi Helene væri Helena hans Guðmundar Eyþórs en svo var ekki heldur var þarna áburðarskip á ferðinni. Sumarið er komið og áburðurinn á tún bænda er að skila sér þannig að nú er bara að bíða eftir því að hægt verði að bera á.
    Tók eftir því að Íslandshreyfinginn er komin  með nöfn á framboðslista í Nv-kjördæmi. Ekki sá ég neinn Húnvetning í þeim hópi en það gæti kannski skýrst af því að þeir séu hreyfingarlausir eða eitthvað en Nonni Bjarna er á blússnadi siglingu með stóra stoppið. "Það er einmitt það sem okkur vantar hér um slóðir."
    Svona til að enda þetta fyrsta sumardagskvöld finnst mér tilhlýðlegt að birta mynd af þeim sem halda utan um áburðarbókhald Kráks. Fólk sem hefur komið um langan veg til að bæta sín lífgæði, lagt sinn skerf til þjóðarbúsins og orðinn ómissandi hlekkur í samfélagi okkar hér við botn  Húnafjarðar

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 64389
Samtals gestir: 11463
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 10:49:16