Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

23.04.2007 13:40

Jón Sigurðsson handtekin

    Jón Sigurðsson var handtekin skammt fyrir utan Sjálfstæðishúsið á Blönduósi í gærkvöldi meðan fundur Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra stóð yfir. Allt er þetta satt og rétt nema ég gæti verið örlítið nákvæmari. Þessi Jón sem handtekin var er enginn annar en Jón Sigurðsson hundur, betur þektur sem Nonni hundur. Það voru starfsmenn Blönduósbæjar sem námu hundinn á brott þar sem hann var tjóðraður skammt norðvestan við Sjálfstæðishúsið. Nonni greyið var ekki fjarlægður af mannvonskunni einni saman því hann hafði meðan gæslumaður hans og vinur var á fundi hjá ráðherra, gelt samfellt við lítin fögnuð í það minnsta 1 klukkustund. Reyndar er rangt að segja að Nonni hafi eingöngu gelt því hann spangólaði líka. Núna þegar þessur línur eru ritaðar er Nonni hundur laus úr prísundinni en hvort hann sé reyslunni ríkari skal ósagt látið. 

Hér má sjá þá Nonna hund og Stefán á fallegum sumardegi þá allt lék í lyndi.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 64397
Samtals gestir: 11464
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 16:00:53