Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

30.04.2007 18:48

Það er skapandi að vera gapandi

    Það er bara einhvern veginn þannig að þegar maður veit ekkert hvað maður á að gera eða segja, þá bara gerir maður ekkert og segir ekkert. Í mörgum tilfellum getur það komið sér ágætlega að haga sér svona eins og að framan er lýst en það er bara ekkert sem af því hlýst. Segjum svo að Magnús frá Sveinsstöðum hefði nú ekki dottið af baki einfaldlega vegna þess að hann hefði aldrei haft hug á því að fara á hestbak þá hefði Hjörtur Karl aldrei ort vísu um fall Magnúsar og þá sætum við öll fátækari eftir. Vissulega hefði getað farið illa fyrir Magnúsi og hann hlotið skaða af, þá hefðum við að sjálfsögðu rætt það og ef virkilega illa hefði farið þá hefði maður fellt tár. Ég ætla ekki lengra út í þessa sálma.

Segjum svo að Mummi svili minn hefði farið á hestbak og dottið og meitt sig þá væri hann ekki að steypa í dag. Svona er lífið í lok apríl 2007 hér við botn Húnafjarðar og við því er hreint ekkert að hægt að gera annað en þakka fyrir það að einhver ljúki upp munni, detti af baki, steypi eða gera bara eitthvað sem leggur grunn af því samfélagi sem við hvert og eitt mótum.
Myndtexti: "Faktorinn" Guðmundur Ragnar Kemp Sigurðsson og "Kallinn" Stefán Pálsson á réttu róli í lífinu.


    Til að sanna þessa hugleiðingu þá kom ég í apótekið í morgun til að kaupa lífsaldurshækkandi vörur og fyrir voru í apótekinu tvær konur á misjöfnum aldri og barn í vagni (Hlíf var við afgreiðslu og seldi hún mér að sjálfsögðu hálstöflur líka). Eldri konan sat á stól og beið afgreiðslu þannig að ég settist gegnt henni og sagði  "það vantar bara tvo svo við getum spilað bridds" Þessi athugasemd mín varð til þess að unga konan með barnið spurði. "Hvað heitir þú"? Ég heiti nú bara Jón svaraði ég. Ert þú þessi Jón Sig sagði hún þá. Já svaraði ég. Mér var bent á þig sagði þá þessi alþýðlega kona, að senda þér mynd af henni tengdamóður minni sem ég tók í gær, alveg frábær mynd af henni þar sem hún er í þessum líka fínu stellingum. Eftir að hafa greint mér frá því hver tengdamóðir hennar er tók ég mjög vel í þessa hugmynd að fá myndina senda og skrifa eitthvað hlýlegt um hana Bóthildi Halldórsdóttur. Það er skapandi að vera gapandi hefði Kristján heitinn í Stíganda án nokkurs vafa sagt hefði hann lent í sömu stöðu og ég.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 64397
Samtals gestir: 11464
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 16:00:53