Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

04.05.2007 18:55

Betri er hóll í baki en fjall

    Hjartað hamast áfram á 118 slögum á mínútu, brekkan er erfið og hálftíminn er að verða búinn. Skyndilega er ég kominn niður á jafnsléttu og dóla mér á 4,5 km hraða á klukkustund. Hjartað bregst við með því að hægja á sér en eigandin kvartar örlítið. "Er einhver hér inni sem getur tekið mig hálstaki og hnykkt á?" Það voru nokkrir sem kváðust geta það og bara með ánægju.   Þetta er svona stuttur inngangur manns sem hamast hvað hann getur innan hóflegra marka til að halda sönsum og lifa örlítið lengur en lög gera ráð fyrir. Þetta með hálstakið var hróp manns sem var að reyna að koma því til skila að fyrir fjölda mörgum árum hefði maður sem kallast "kírópraktor" tekið pistlahöfund hálstaki og hnykkt á svo í brakaði með þeim árangri að vöðvabólga og ýmsi fylgikvillar hennar hurfu gersamlega. 
    Hún Inga María sem skilur orðið mitt hjartalag brást við þessu ákalli með því að draga mig afsíðis og biðja mig um að fara úr þ.e.a.s að ofan. Eftir að hafa farið um mig höndum sagði þessi geðugi sjúkraþjálfaravöðvaeftirlitsmaður minn  ( sjúkraþjálfari) við mig. " Þú ert vöðvafjall". Getur það verið að ég sé svona andskoti glæsilegur að kona á besta aldri segi svona nokkuð við mig. 
    Inga María var afar snögg að koma mér niður á jörðina.  "Sjáðu til, það er þannig komið fyrir þér að vöðvarnir í öxlinni hafa allir safnast fyrir á einum stað og mynda vöðvafjall." Þar með hrundi sjálfsmyndin augnabliksstund en þar sem ég er frekar "jákvæður" maður (um það eru reyndar deildar meiningar) komst ég fljótt að því að fjall í þessu samhengi er ekki eftirsóknarvert. Eftir 15 mínútna handartök var Inga Mæja búinn að breyta fjalli í hól. Inga Mæja á hól skilið, jafnvel Syðra-Hól og niðurstaða mín eftir að hafa hlustað á brestina berast til heilans eftir meðferðina er ég sannfærður um að betri er hóll í baki en fjall.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 148
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65243
Samtals gestir: 11768
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 15:16:15