Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

06.05.2007 20:39

Sunnudagar eru til sælu þrátt fyrir allt

    Sunnudagar eiga að vera til sælu og eru það oftast. Dagurinn í dag hefur einkennst nokkuð af óhöppum sem blessunarlega hafa endað betur þó " útlitin hafi verið dimm" Þessi dagur byrjaði með því að ég vaknaði og eftir það fór ýmislegt á daginn að drífa. Fyrsta málið sem truflaði sunnudagsleti mína var það að tengivagn frá Vörumiðlun yfirgaf heimaslóðir og stöðvast á væntanlegu veitingahúsi Björns Þórs á Húnsstöðum ( gamla Vélsmiðjan). Það verður að segjast eins og er að fyrst þetta þurfti að gerast þá gat það vart endað betur. Ef slóð tengivagsins er fylgt eftir þá er það ekkert annað en kraftaverk að vagnin skyldi ekki valta yfir menn, bíla og bensíndælur á leið sinni. Það er hægt að bæta hús og bíla.

Þegar klukkan var farin að halla í sex (18) þá gerðist það á örskotsstundu á Breiðavaðheiðinni að vindur rauk upp og urðu tveir bílstjórar með hjólhýsi í eftirdragi fyrir barði vindsins. Hjólhýsin fuku útaf veginum og annað hjólhýsið náði að svifta sínu drifkrafti út af veginum og gjöreyðileggja hann. Þarna urðu einhver slys á fólki en ekki meiriháttar það maður heyrir samkvæmt fyrstu fréttum og er vonandi að rétt reynist. Þegar ég kom á vettvang hjólhýsaslyssins á var svo hvasst að það var varla stætt og þakkaði ég í hljóði fyrir æfingarnar á Sjálfsbjargarbrettinu í vetur því líklega hefði ég fokið út í veður og vind.
     
    Þó ég sé ekki neinn sérstakur MU aðdándi þá gladdi það mig að þeir hömpuðu Englandsmeistaratitlinum frekar en Tjélsí. En eins og alltaf þá gengur þú aldrei einn og það styttist í Júróvision, kosningar og úrslitaleik Liverpool og AC-Milan þannig að það er alltaf eitthvað framundan.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 65822
Samtals gestir: 12062
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 00:28:22