Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

08.05.2007 18:17

Félagslegur!

    Félagslegur! Hvað er eiginlega átt við með því? Menn geta svo sem velt sér upp úr því fram og til baka og komist að svo mörgum niðurstöðum að þær jaðra við holu- grjót- og samgönguvanda Brekkubúa. Já og ekki bara Brekkubúa því við hin sem ekki höfum hreiðrað um okkur í grennd við kirkjugarðinn þurfum stundum að fara í Draugagilið. Félagslegur! Er það einhver kona sem lítur út fyrir að vera í kvenfélaginu eða karl með Lions " feis" Í rauninni veit ég ekkert hvert ég er að fara en þetta orð félagslegur hefur svo oft komið inn í umræðu síðustu daga að full ástæða er að velta því fyrir sér. Ég sem þetta rita er frekar einstrengislegur en samt með taugar til þeirra sem í kringum mig eru og hef gaman af félagsskap í hófi. Hér áður fyrr meir fannst mér félagsskapur í óhófi alveg frábær en þetta hefur breyst með árunum. Ég hef rennt yfir félagatal mitt og reynt að skoða og skilgreina hvað þetta félagslega eiginlega þýðir á alþýðumáli. Jafnvel hef ég reynt að tengja það við einhverjar pólitískar skoðanir en alltaf strandað, því pólitískar skoðanir og félagsleg þörf er ekki auðtengd í mínum huga. Rammasti íhaldsmaður getur haft bara hina mestu skemmtun af því að vera í félagi og félagshyggjumaður að eigin áliti og innan gæsalappa getur verið einrænn og hreint út sagt ekki passað inn í samfélagið. 
    Það sem varð til þess að ég fór að gera tilraun til að koma þessari hugsun minni á prent var það að ég sá eina ágæta konu, íbúa á Brekkunni vera að fylla upp í holur í Sýslumannsbrekkunni í dag og gera sér leiðina heim og að heiman auðveldari. Ég er nokkuð viss um það að hún gerði þetta fyrst og fremst í eiginhagsmunaskyni en frumkvæði hennar kemur öllum til góða. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort orðið félagslegur hefur einhverja pólitíska skírskotun eða er hugtakið félagslegur einvörðungu starf sem þarf að vinna og er unnið af þeim sem fyrstur gefast upp á því að tekið verði á hlutunum félagslega.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 65920
Samtals gestir: 12108
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 04:25:32