Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

14.05.2007 22:14

"Þeim fannst ég vera myndalegastur"

    Þá er þessi annasama helgi um garð gengin hjá mér og mínum. Það sem markaði dýpstu sporin í tilveru okkar hjónanna á Árbraut 12 var heimsókn barnabarnanna þriggja frá fimmtudegi til dagsins í dag. Það er ansi mikið sem getur gengið á og hrært upp í vanabundnu lífi hjóna á sextugsaldri þegar þrjú börn á aldrinum tveggja til sjö ára koma í heimsókn. Veröldin breytir um svip, það sem áður var sjálfsagt og maður gat gengið að vísu var ekki lengur sjálfgefið. Til að mynda þá hef ég haft af því nokkuð gaman og jafnvel hvíld að setjast fyrir framan lyklaborðið og látið hugann reika. Aðgengi mitt að tölvunni minnkaði til mikilla muna. Samkeppnin um tölvuna jókst mikið og var svo komið málum að ég var komin í röðina hjá ömmu ( Möggu) hvenær ég mætti fara í tölvuna því barnabörnin voru búin að vera svo lengi. Amma sagði auðvitað " þið eigið skiptast jafnt á , afi verður líka að fá að vera í tölvunni". Ef satt skal segja þá var veröld okkar ekki öll fyrir framan tölvuna því þessi yndislegu kríli sem ég á dálitla hlutdeild í eiga líka frábæra frænku og hálffrænda (Mumma faktor) langömmu og afa að. Þetta samband mannvera sem spannar svona langt árabil er alveg kjörið til góðra verka og ætti hreinlega að lögleiða gömlu baðstofumenninguna aftur og trúi ég ekki öðru en "félagslegu" öflin komi okkur sem fyrst í torfbæina aftur. 

    Eitthvað rámar mig í að alþingiskosningar hafi verið haldnar á laugardag og þegar fólkið í mínu kjördæmi sem þurfti að telja fæst atkvæði hafði loksis lokið við að telja þá hafi Ellert karlinn komist á þing. Einnig rámar mig í það að allir nema framsóknarmenn hafi unnið þessar kosningar og stjórnin hélt velli. 

    Og síðast en ekki síst þá gerðu Eggertsmenn í West Ham sér lítið fyrir og sigruðu MU og tryggðu tilveru sína í efstu deild knattspyrnunnar á Englandi. 

    Þegar ég sit hér einn fyrir framan skjáinn, sólin er að setjast, barnabörnin farin til síns heima, já og Hjalti, Lára og Ásta Berglind líka en þau komu í heimsókn á sunnudag, þá finn ég fyrir svolitlum söknuði en fyrst og fremst þakklæti fyrir að eiga allt þetta yndislega fólk að. " Þeim fannst ég vera myndalegastur " sagði Baldur litli fjögura ára einbeittur og með áherslu, þegar tryppin í Lækjardal höfðu umkringt hann um daginn. Svona líður mér einmitt núna.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65234
Samtals gestir: 11765
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 12:45:31