Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

19.05.2007 20:12

Laugardagur til lukku og bænadagar til bóta

    Það er ekkert auðvelt að standa frammi fyrir vanda. Það er ekkert auðvelt að standa frammi fyrir því að gerðir manns geti sært aðra þó svo hugur manns standi til annars. Ég hef staðið frammi fyrir þessu öllu og hægt og bítandi hefur mér tekist að greina rangt frá réttu og þess vegna mun hér koma fram á sjónarsviðið mynd sem ég ber enga ábyrgð á aðra en að hafa áhuga á því að birta hana. Þeir sem fylgst hafa með mínum skrifum og þankagangi vita það að yfir einni ágætri konu hér í bæ hefur vofað sú hótun að af henni verði birt mynd sem tengdadóttir hennar tók. Þessi tengdadóttir sem tók myndina hefði fyrir það fyrsta aldrei vitað hver ég var nema fyrir það eitt að tengdamóðir hennar hafði lýst mér af slíkri næmni að veslings stúlan komst ekki hjá því að þekkja mig. Og þar sem ég er þekktur fyrir að skrifa og taka myndir fannst þessari ágæti stúlku eftir nákvæma lýsingu frá sinni ágætu tengdamóður tilvalið að senda mér mynd sem sýnir svo ekki verður efast um að Bóthildur Halldórsdóttir er í í syngjandi sveiflu með lífsdansinn á hreinu. Myndina kalla ég " Í syngjandi sveiflu á vesturbakkanum" höfundur myndar er "Jæja hér kemur þessi fína mynd sem ég lofaði þér, ég vona að þér finnist hún jafn skemmtileg og mér, þetta er nú í óþökk Frú Bóthildar (hún er ekki mikið fyrir myndatökur) en við vonum það besta.... hún hlýtur að fyrirgefa okkur einn daginn *hahahaha* Kveðja Þórhildur Gísladóttir" ( afsakið hér kom óvart tölvupóstur til mín inn í þessa grein, en tölvupóstur sem engin á að sjá hefur nú fyrr birst alþjóð) Þórhildur Gísladóttir. 
    Sem álitsgjafi sem hefur bæði reynslu af því að búa á austurbakkanum og vinna á vesturbakkanum get ég auðveldlega sett mig í spor þessarar konu sem dansar um gamla bæinn í fullkomnu sakleysi og einlægri gleði. Menn dansa þegar þeir eru glaðir og gleðina ber okkur að breiða út og hin óborganlega Bóthildur er boðberi lífsdansins þetta meinlausa laugardagskvöld.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65239
Samtals gestir: 11767
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 13:39:31