Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

23.05.2007 22:54

Svolítið sár

    "Þú ert aldrei einn á ferð" söng Óskar Pétursson ættaður frá Álftagerði ekki fyrir svo margt löngu og glæddi baráttuandann. AC Milan vann en Liverpool tapaði. Ég er örlítið sár en ég er ekki einn um það og sannast hið fornkveðna, " þú ert aldrei einn á ferð" hvort heldur í sigri eða tapi. Ekki ætla ég að fara að velta mér upp úr úrslitinum að öðru leiti en því að þýski dómarinn var óþolandi hlutdrægur og átti aldrei að dæma þessa aukaspyrnu í fyrri hálfleik sem AC Milan menn skoruðu úr með hálfri hönd Guðs. Nei ég er ekkert sár nema þá helst yfir tapinu. En fyrst Liverpool þurfti endilega að tapa þrátt fyrir að hafa verið betra liðið á vellinum þá verður maður að hugga sig við það að þeir komust lengst enskra liða í meistaradeildinni. Svo getur maður líka huggað sig við það að núna ætlar Hvöt að fara að koma upp stúkusætum á íþróttavellinum og þá verður maður fljótur að gleyma þessu ósanngjarna tapi Liverpool fyrir AC Milan þegar maður getur í hægindum sínum horft á liðið sitt á Blönduósi berja á andstæðingum sínum á knattspyrnuvellinum og sótt hratt fram til efri deilda. Það sannast alltaf hið  fornkveðna að það er enginn einn nema að hann haldi með Leeds eða einhverju svipuðu liði og þá eru margir tilbúnir að leggja þessum eina hjálparhönd ef hún er rétt fram. Og ég er nokkuð viss um það að ég er ekki einn um það að vera svekktur í kvöld, kveldi sem átti að vera uppspretta sigursöngva og uppörvunar. En það kemur dagur eftir þennan dag og það fennir yfir knattspyrnusöguna og áður en maður veit af er maður aftur farinn að borða spagetti Bolónes.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65191
Samtals gestir: 11745
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 07:36:25