Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

06.06.2007 14:22

Miðvikudagur og dagurinn hefur sinn gang

"Miðvikudagur og dagurinn gengur sinn gang" var ort á sínum tíma og er þó nokkur sannleikur í því fólginn. Á miðvikudögum kemur okkar ástsæla auglýsingablað Glugginn út og nýt ég þeirra forréttinda að fá hann til mín inn á borð án þess að þurfa að lyfta fingri. Hann Rúnar sem reyndar heitir Magnús hefur alltaf látið mig hafa eitt eintak um leið og hann fer með Gluggann í Ríkið. " Jæja Rúnar minn góður " sagði ég si svona þegar hann kom með Gluggann " Hefur þú ekkert ort nýlega". " Nei" sagði Rúnar. Taldi ég þetta heldur slaka frammistöðu og hafði á því orð. Rúnar hugsaði sig um í smástund meðan ég las yfir Gluggann og rak augun í það að VÍS væri lokað á föstudaginn og auglýsingu frá kirkjugarði Blönduóss strax í kjölfarið. Ég hrökk aðeins við en bara smá stund þegar ég áttaði mig á hlutunum. Þegar ég var kominn að Kaspar frá Kommu á baksíðu Gluggans var ég skyndilega truflaður.

"Jón situr við sinn TM sjóð
í skjölum er að blaða.
Segir: ef ég yrk' ei ljóð
sé engin frammistaða"

Rúnar kvittaði fyrir sig, bað mig að hafa góðan dag og hélt áfram sinn veg á sínum fjallabíl. Það jafnast ekkert á við andann í Aðalgötunni

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64915
Samtals gestir: 11534
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 07:25:16