Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

15.06.2007 18:16

Þessir föstudagar

    Þessir föstudagar eru þessir föstu dagar í tilverunni þegar venjulegri vinnuviku lýkur og helgin blasir við. Þetta eru þessi föstu tímamót sem maður ætlar að gera svo ofboðslega mikið. Maður ætlar sko að skemmta sér, taka til í bílskúrnum, vera almennilegur við fjölskylduna svo eitthvað sé nefnt. Í stuttu máli þá ætlar maður ekki að missa af neinu og gjörnýta þessa föstu frídaga í botn, ekkert má fara til spillis. Þegar maður vaknar til vinnu á mánudegi og fer yfir helgina í huganum. Gekk allt upp; skemmti ég mér alveg hreint ofboðslega þannig að næringarástand sálarinnar er í góðu ástandi. Gerði ég allt sem væntingar mínar og annara stóðu til? Reyndar hef ég ekki hugsað svona yfirleitt en byrjaði á því seinnipartinn í dag. Þessir föstu dagar í lífi sérhvers manns eru hver öðrum líkir. Leitin að litla manninum sem lendir undir í samfélaginu heldur áfram. Hann er söluvænn og skilar arði því við sem nærumst á lífsreynslu hans höfum svo margt um það að segja hvernig farið er með hann og hjálpumst í sameiningu að segja frá vonsku heimsins. Leitin að litla manninum er lofsverð ef hún skilar þeim ágæta manni eitthvað áleiðis. Vegna þess að ég byrjaði að hugsa svona í dag hef ég ákveðið að hætta því næsta föstudag og halda bara áfram að hlakka til þess að láta Guðmund Andra Thorsson svæfa mig á sunnudagskvöldum með Andrarímum.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64907
Samtals gestir: 11532
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 06:31:31