Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

27.06.2007 23:03

Síðasti Gluggi fyrir sumarfrí

    Þeir eru ansi misjafnir miðvikudagarnir til mannlegra samskipta. Þegar Rúnar* kom með Gluggann í síðasta sinn fyrir sumarfrí var ég nær stanslaust í símanum að ræða við mann og annan. Gafst mér heldur lítill tími að kanna sálina í Rúnari en hann sat hljóður í stólnum sem hann sest venjulega í þegar hann kemur í heimsókn og hugsaði sitt. Ég leit hratt yfir Gluggann og las brýnustu skilaboðin sem eiga að endast okkur í heilan mánuð og ansaði símanum inn á milli. Sem von er þá leiðist þeim sem koma í heimsókn og fá slíkar móttökur sem Rúnar. Kall gafst upp að lokum, skildi eftir sig blað og kvaddi

Nú síðasta vísan samin er
því sumarfrí skal standa.
Jón við símann situr hér
og segir margt að vanda.
    
    Glugginn er kominn í frí, Rúnar er kominn í vísna frí og ég fer líklega í frí þegar þessir tveir eru búnir í fríi. Núna er að renna upp og raunar runninn upp sá tími sem íslenkst samfélag lamast töluvert því margir eru í fríi. Því eru það einföld skilaboð út til ykkar. Í Guðanna bænum farið varlega og vel með ykkur þannig að ég þurfi sem minnst af ykkur að vita í tjónalegu tilliti. 
    
    En svona að lokum þennan miðvikudag þá er gaman að segja frá því að Faktorinn** og Kallinn*** smíða fyrir mig pallinn og það gengur déskoti vel ef ég held kjafti og styggi ekki Kallinn.

* Magnús Rúnar Agnarsson harmonikkuleikari og starfsmaður Samkaupa

** Guðmundur Ragnar Sigurðsson Kemp starfsmaður Stíganda og svili minn

*** Stefán Pálsson starfsmaður Stíganda, lúsiðinn útgerðarmaður véla og verkfæra

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64930
Samtals gestir: 11540
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 08:54:30