Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

31.08.2007 14:30

Það helsta sem ég hugsa um hér

    Það er kominn föstudagur um land allt eins og flestir vita. Venjulegast skrifa ég eitthvað þegar Rúnar kemur með Gluggann á miðvikudögum en það er nú bara eins og það er að maður kemur bara ekki öllu verk á einum og sama miðvikudeginum. En það er að verða komin svolítil hefð á það að Rúnar skilji eftir sig vísu þegar hann kemur með Gluggann og þennan miðvikudag brást hann ekki sínum ágæta vana. Ævar Rögnvaldsson var hjá mér í heimsókn þegar Rúnar kom og tókum við þrír spjall saman. Eitthvað var ég að " innspírera" Rúnar með efni í vísu og kastaði fram þessum fyrriparti: Ævar okkur ætíð er/ til ævarandi skammar. Rúnar vildi lítið með þennan frampart gera og fannst á engan hátt Ævar eiga þetta skilið. Þetta var allveg hárrétt athugasemd hjá Rúnari en þar sem ég er nú bara eins og ég er, botnaði ég fyrripartinn sjálfur með þessum orðum: Sýpur bara sénever/ og svo um gólfið þrammar. Rúnar sat smástund hugsi og hugurinn reikaði um bæjarfélagið og endaði að lokum í húsi ekki fjarri heimili Ævars, þ.e. Samkaupum og líkast til hefur hann verið að hugsa um stelpurnar þar. Þetta var innlegg Rúnars þennan ágæta miðvikudag.

Það helsta sem ég hugsa um hér
eru huggulegar skvísur.
Alveg hættur nú ég er
að yrkja góðar vísur.

Ekki er ég nú sammála Rúnari um niðurlag vísunar og eitt er víst að hann verður píndur til að koma með vísu á miðvikudaginn kemur. En áður en að þeim degi kemur á ég eftir að fara nokkrum sinnum í nýja heita pottinn minn og láta líða úr mér.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65112
Samtals gestir: 11678
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 01:07:24