Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

05.12.2007 16:06

Bankabók lífsins og beri blómálfurinn

    "Lesskilningur nemenda á Norðurlandi vestra er marktækt betri en lesskilningur nemenda á Vesturlandi, Suðurnesjum og á Austurlandi. Það er áberandi að meðallesskilningur nemenda á Norðurlandi árið 2006 er 500 stig sem er meðaltal OECD, á meðan meðallesskilningur nemenda í öðrum landshlutum er fyrir neðan það. Munur á meðalfærni nemenda í stærðfræði eftir landshlutum er á sömu leið og munur á lesskilningi. Nemendur á Norðurlandi vestra og eystra standa sig best í stærðfræði, marktækt betur en nemendur í Reykjavík, nágrenni Reykjavíkur, á Suðurlandi, Austurlandi og Suðurnesjum. Munurinn er 14-38 stig eftir landshlutum. Í náttúrufræði er meðalfærni nemenda marktækt betri á Norðurlandi vestra en í öðrum landshlutum, fyrir utan Norðurland eystra og Vestfirði." Þetta sem hér er á undan ritað er tekið beint upp úr svokallaðri Pisa skýrslu sem er námsmatsskýrsla þar sem borin eru saman mörg lönd sem og margir landshlutar. Í veraldarauðs samanburðarskýrslunni erum við á Norðurlandi vestra í neðsta sætinu en í andlegu skýrslunni erum við í því efsta, í landi sem trónir á veraldartoppnum hvar best er að búa. Það sannast hið fornkveða að ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Þetta minnir mig á það sem Kristján Sigurjónsson ágætur vinur minn sagði við mig á dögunum. " Það er ekki aðalatriði hvað mikið er inni á bankabókinni því það er bankabók lífsins sem er verðmætust". Við vorum nokkuð sammála um að inná síðarnefndu bankabókina geta allir lagt án þess að þurfa að muna allskonar aðgangsorð því lykilorðið inná þessa bók er aðeins eitt. "Allt sem að þú vilt að aðrir gjöri þér það skulið þér og þeim gjöra". Kristján hitti þarna naglann á höfuðið. Svo er líka hægt að taka út úr þessari bók og hafa allir frjálsan aðgang að henni. Hér með gefst öllum tækifæri að leggja inn á bankabók lífsins. Bankabók lífsins er í boði Gleðibankans.

    Jæja góðir lesendur!, birtist ekki Gluggapósturinn sjálfur í allri sinni mynd og var einhver órói í honum. Ég gekk á hann hvers vegna hann væri allur svona kvikur og tímalítill. Rúnar svaraði að bragði:

Ég kátur kem með Gluggann hér
sem kannski er engin mæða.
Þá birtist blómálfurinn ber
við Birnu Sól að ræða.

    Eftir þessa vísu skildi ég strax hvernig málum var háttað. Rúnar var að koma úr blómabúðinni og orðið fyrir einhverri opinberun við það að sjá Hrafnihildi og Birnu Lúkasar. Reyndar hringdi Rúnar löngu seinna og ræddi það við mig hvort ekki væri rétt að skipta út ber og setja í staðinn mér. Ég sagði Rúnari að hann væri allt of seinn með þessa tillögu og auk þess væri hún ekki eins upplýsandi og því ekki til bóta.

    Gluggarýnin í dag verður svona í styttri kantinum en það vekur samt athygli þetta mikla framboð af meindýraeyðum . Einnig vekur athygli það sem ekki kemur í Glugganum. Til dæmis sakna ég svolítið að sjá ekki WC auglýsinguna frá Hvöt. Eins er það afar athyglisvert að engin húseign er auglýst til sölu. Gæti það stafað af því að Stefán hrl. og gsm Magnús séu að reyna að finna starfsheiti á Ólöfu og Óla Blómkvist eða það að gsm Magnús selji orði Kráki húseignirnar þráðlaust. Þið takið eftir því að það er ekki ein einasta auglýsing frá Krák í þessum Glugga. Kvenfélagskonur hafa staðfest það endanlega að þorrablótið verði haldið laugardaginn 26. jan 2008. Rúnar Kristjánsson er með vísu vikunnar að þessu sinni og er þess fullviss að upp sé að koma aðalsstétt í þessu landi. Vel má vera að Rúnar hafi rétt fyrir sér en mér sýnast "útlitin dimm" hjá Hannesi Smárasyni. Kannski að niðurstaðan í pistli þessum verði eitthvað á þessa leið: Við erum fátæk í veraldlegu tilliti en bærilega læs á náttúruna og lífið. Munið að leggja inn í Gleðibankann. 
    
    Og síðast en ekki síst þá á sonardóttir mín hún Margrét Einarsdóttir 7 ára afmæli í dag og að sjálfsögðu fær hún blíðustu afmæliskveðjur frá afa og ömmu á Blönduósi.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65198
Samtals gestir: 11751
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 08:43:07