Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

14.12.2007 10:59

Mynd frá Blönduósi

    Jólagjafir E-listans er grein eftir Ágúst Þór sem birtist á Húnahorninu. Það sem vakti athygli mína var að með þessari grein fylgdi mynd eftir Jón nokkurn Sig hvar undir stóð "falleg mynd frá Blönduósi."


    
    Ég fór að velta ýmsu fyrir mér. Í fyrsta lagi : Er greinin á þann veg að hún dragi upp slæma mynd af Blönduósi þannig að myndin sé svona einhvers konar mótvægisaðgerð. 
    Í öðru lagi fór ég að velta fyrir mér myndatextanum svona einum og sér og gersamlega óháð skrifunum sem myndinni fylgdu. "Falleg mynd frá Blönduósi". Á þessum vandlifuðu tímum þegar lítið má hafa í frammi án þess að valda einhverjum pínu og kvöl saman ber " bleikt og blátt" "herra" og "Guð minn almáttugur" svo eitthvað sé nefnt, verður maður að gæta sín. Ég hefði lagt til að þeir Húnahornsmenn hefðu látið myndtextann " mynd frá Blönduósi" eða bara " mynd" duga og láta svo alþýðunni eftir að bæta við lýsingarorðum í huganum allt eftir femínískri, trúarlegri, pólitískri, andlegu eða bara einhverri skoðun sinni. Alls ekki segja neitt upphátt því það gæti stuðað einhvern. 
    Ef maður skoðar myndina og les yfir greinina þá gætu hugrenningartengslin orðið eitthvað á þessa leið. " Vissi ég ekki! Þeir kumpánar hafa lagt saman og þrá það heitast að gera bæinn bláan", eða þaðan af eitthvað verra. 
    En hvað sem öðru líður þá var myndin tekin algjörlega kynlaust þótt hún sé svolítið blá og hún hefur enga klámtengingu í huga höfundar þrátt fyrir litbrigðin. Einnig er rétt að geta þess að þrátt fyrir að sjáist í bláan himinn þá hefur þessi mynd heldur ekkert með Himnaföðurinn að gera þannig að þið sem á annað borð hafið tekið eftir myndinni getið skoðað hana án nokkurar hættu.     
    En ykkur að segja í trúnaði finnst mér myndin guðdómlega falleg með mildu karlmannlegu ívafi, hárfínu jafnvægi milli himins, láðs og lagar og stærsti kostur hennar er að ekki ein einasta mannskepna sést á henni. Þetta sjónarhorn er Guðsgjöf!

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 719
Gestir í gær: 392
Samtals flettingar: 65815
Samtals gestir: 12057
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 00:06:40