Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

19.12.2007 16:16

Galnir kallar og gleðileg jól

    Jóla- og veðurkortin hafa verið nokkuð stór þáttur í jólaföstunni. Við Magga höfum það fyrir sið að senda nokkrum vinum og kunningjum jólakveðjur og biðja þau á pósthúsinu að koma þeim til skila gegn vægu gjaldi. Það kveikir alltaf upp allskonar minningar þegar maður les yfir jólakortin frá í fyrra til að sjá hverjum maður eigi að senda. Þó að þetta sé svolítil " rútína" þá fer maður að rifja upp sitthvað um þann sem maður er að fara að senda jólakort. " Heyrðu Magga! Hvaða póstnúmer er í Mosfellsbænum hjá þeim ...i og ....u. Eru þau örugglega enn í sambúð? Var ekki eitthvað vesen á elsta stráknum; tapaði hann ekki eitthvað í FL Group?" Svona veltir maður vöngum yfir hverjum og einum sem kveðjuna eiga að fá. Jafnframt veit maður að þeir sem senda manni kort hafa munað efir manni þó ekki sé nema örskotsstund en það er mikilvægt.
    
Jæja núna er Glugginn kominn og Rúnar með. Hann hefur heldur betur gildnað þ.e.a.s. Glugginn og stafar það fyrst og fremst af jólakveðjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þær eru athyglisverðar auglýsingarnar frá séra Fjölni á Skagaströnd þar sem hann markaðssetur sveitakirkjunar á hlýlegan og lifandi hátt. Það vekur óneitanlega athygli þegar séra Fjölnir skráir í auglýsingu um gamlársdagsmessu í Bergsstaðakirkju: "Nú árið er liðið í aldanna skaut og hvað er framundan? Guð einn veit það, en kannski að presturinn hafi einhverjar hugmyndir." Ég held að menn ( konur eru líka menn) ættu að fjölmenna í Bergstaði og heyra hvaða hugmyndir þeir feðgar hafa um framtíðina. 
    Anna Árnadóttir kveður dýrt í vísu vikunnar. Þegar maður sér svona fallega framsett orð í bundnu máli þá langar mann líka: Bjöllum öllum hringjum hátt./ Höllum trölla' upp ljúkum. /Sköllum höllum sæng´ á brátt. /Söllum mjöll á Hnjúkum.
    
Reyndar var þessi dagur frekar annasamur þannig að við Rúnar náðum ekki að lesa allan Gluggann almennilega yfir því margir komu í hornið til okkar. Má þar nefna, Helga stórsmið Gunnarsson á Skagaströnd og Hafþór Stíganda Sigurðsson stórskáld frá Hafursstöðum. Einnig rak hér inn nefið Vilhjálmur Stefánsson "politibetjent". Af þessum körlum höfðum við Rúnar misjafnt gagn en það er fyrir mestu að ekki hlaust af þeim tjón. Rúnar gat meira að segja gert sér mat úr þessu og orti:

Hafþór bæði og Helgi hér,
halda innreið nú í dag.
Alltaf Jón hér unir sér
við englasöng og jólalag.

    Það er rétt að geta þess að undurljúfir jólasálmar ómuðu undir á samverustundinni.

    Við Magnús Rúnar Agnarsson höfum safnast saman í kringum Gluggann á miðvikudögum undangengið ár og rýnt í auglýsingar, tilkynningar og vísu vikunnar og reynt að greina taktinn í sýslusálinni. Það er okkar mat að sýslusálin hafi verið svona á misjöfnum nótum eins og gengur og gerist í flestra sálum. En svona í heildina séð þá hefur hún (sýslusálin) bara haft það nokkuð gott. Nokkrir hafa rekist inn í Aðalgötuhornið meðan vangaveltur hafa átt sér stað eða verið þar fyrir þegar Gluggapósturinn kom. Þeir hafa undantekningalítið verið nýttir sem álitsgjafar eða bragbætingar og fyrir það viljum við þakka. Að lokum þetta:

Þeir sem hafa af gölnum köllum gaman,
góðar kveðjur fá með gleði tári.
Guð gefi ykkur vinir, öllum saman.
Gleðileg jól og farsæld á nýju ári.



Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 380
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65795
Samtals gestir: 12044
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 21:37:48