Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

28.12.2007 19:39

Að vera til staðar

    Að vera til staðar er mikilvægt! Að vera mikilvægur en ekki til staðar er eitthvað annað og að öllum líkindum mikilvægt því það skapar eftirvæntingu. Hver er munurinn? Er þessi vangavelta bara orðin tóm, svona hjal út í jólanóttina. Menn geta tengt þetta á ýmsa vegu en mig langar að tjá þetta frá mínum sjónarhóli með þremur myndum. Ég get fullvissað ykkur um að þessi fullyrðing sem að framan greinir á sér svo margar myndir að ógjörningur er að koma á þær tölu.

Skoðum fyrst þessa mynd sem sýnir Bjarna Páls vera að ryðja snjó af Aðalgötunni. Hann Bjarni hefði getað flutt suður í uppgripin sem þar eru en hann er enn að störfum meðal okkar bæjar- og sýslubúa og lætur sér þau auðæfi nægja. Hann er til staðar þegar á þarf að halda.

Tökum annað dæmi; það snjóar á þjóðvegina og færðin spillist. Við verðum smá framan við máttarvöldin. Snjóplógur birtist og leiðin verður greið. Þeir eru til staðar fyrir okkur Vegagerðarmenn á Íslandi.

Þriðja dæmið sem mætti nefna er það að flestir fuglar fara til suðlægari landa til að komast af og skila sér aftur að vori öllum til ómældrar gleði. Örfáir fuglar kjósa að halda kyrru fyrir og takast á við íslenskan vetur. Þessir fuglar eru til staðar þegar þú á köldum vetrardegi lítur til himins.

Niðurstaðan er þessi: Allir verða að vera til staðar, einhversstaðar en hvar, það veit enginn og að öllum líkindum, fæst aldrei við því svar en áramótin eru til staðar ár hvert og þau eru ávallt upphaf nýrra tíma og vona. Mig langar hrikalega að enda þetta með orðunum " Hittumst í Staðarskála" en læt það vera. En engu að síður. Gleðilegt ár og verum til staðar á nýju ári.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 107
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 65187
Samtals gestir: 11741
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 07:13:24