Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

10.02.2008 22:38

Réttlætisvaktin og Björn S. Blöndal

    Langvarandi bið á enda!  Kristinn H. Gunnarsson hefur aftur náð fyrsta sætinu á vinsældarlista pistlhöfunda Húnahornsins. Satt best að segja var mér farið að líða hálf illa út af þessari grafarþögn Kristins. Maður hefur þurft að horfa upp illviðri feykja burt þaki vatnstanksins, mannréttindabrot bæði á kvótalausum veiðimönnum og sártleiknum föngum undanfarna daga. Fjölmiðlar heimta blóð í REI málinu , kjarnfóður og áburður hækka og þorrinn rétt hálfnaður. En þögnin er rofin og réttlæti heimsins er ekki týnt og tröllum gefið og sæll mun ég sofna í kvöld því ég veit að Kristinn H stendur réttlætisvaktina. Nú er bara spurning hvort Jón vinstri grænn Bjarnason sé líka á vaktinni til varnar réttindum okkar sem byggjum þetta samfélag. Bændur gráta sáran yfir mikilli hækkun aðfanga og í mínum huga er það réttlætismál að þeir fái að hækka framleiðsluvörur sínar í takt við það sem á þeim dynur. En það sem einum finnst réttlæti finnst öðrum ranglæti og því er bara að vona að nornaveiðum og hneykslismálum linni ekki í bráð þannig að bændur geti hækkað afurðaverð sitt átakalaust og þeir hafi vit á því að gera það í hringiðu pólitískara hjaðningavíga. Eða eins og karlinn sagði þegar að mikið gekk á í þjóðfélaginu." Nú eru aðstæður til að hækka mjólkurverðið"

    Svona bara í blálokin til að fá smá aðstoð frá þeim sem lesa þessa síðu þá skrifar Guðrún nokkur Blöndal í gestabókina hjá mér og segir að skemmtilegt væri ef vísur eftir afa henna Björn S Blöndal birtust á síðu minni. Ég þekki Gunnu Blöndal á bæjarskrifstofunni og einn Björn Blöndal þekki ég af lestri bóka sem var sýslumaður og bjó í Vatnsdal líklega þegar að síðast aftaka á Íslandi átti sér stað. Ef einhver getur upplýst mig um þetta allt og lagt okkur Guðrúnu lið þá væri það vel þegið. Ef þetta er Björn frá Ásbrekku í Vatnsdal þá er ein vísa sem þekkt er eftir hann svona:

Að sér gáði ei æskan bráð
ástar kljáði vefinn.
Þar var áð og unað náð
atlot þáð og gefin.

Höfundur:

Björn S. Blöndal Ásbrekku Hún. f.1893 - d.1980. Björn þessi er fæddur að Hvammi í Vatnsdal en fluttist að Ásbrekku 1954.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64959
Samtals gestir: 11565
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 11:18:42