Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

13.02.2008 14:49

Ólafur Blómkvist kominn fram í dagsljósið

    Í nóvember sl. dreymdi mig draum um að ég væri að máta köflóttan jakka í verslun í S-Afríku en ég vaknaði áður en ég festi á honum kaup. Einn af mínum traustustu lesendum réð þennan draum í þá veru að þetta væri fyrir risjóttu tíðarfari í vetur. Hálf var ég efins um þessa draumaráðningu og skýldi mér á bak við það að ég hefði aldrei keypt jakkann. Nú hefur komið á daginn að ég er berdreyminn því eins og allir vita þá hefur veðurfarið verið köflóttara en allt sem köflótt er. Og ef ég á að segja alveg eins og er þá verð ég alltaf þakklátari og þakklátari fyrir það að hafa ekki keypt helv?. jakkann því þá er ég viss um að veðrið hefði verið mun verra og er þá varla á það bætandi. Eftir þessa uppgötvun mína hef ég reynt á hverri nóttu að dreyma einlitan fölgrænan jakka og ljósbláar síðar terlynbuxur því ég tel þá víst að veðrið fari að lagast. Ef ég hugsa þetta aðeins lengra, væri snjallara dreyma ljóbláar stuttbuxur heldur en síðbuxur, maður færi nú ekki út fyrir dyr á stuttbuxum nema sæmilegur ylur væri í lofti. En hvað um það, þá er sama hvað ég reyni að dreyma þessar flíkur, ekkert gengur. Þeim bregður ekki einu sinni fyrir þá sjaldan mig dreymir eitthvað. 
    Reyndar dreymdi mig fyrir ekki svo margt löngu að sonur minn og tilvonandi tengdadóttir hefðu eignast lítinn dreng, svona líka fallegan og ljúfan og fannst mér einhver segja "mikið er hann líkur afa Jóni á Blönduósi" og mér hlýnaði eitthvað svo innra með mér. Þetta indæla par á reyndar von á barni í lok mars og ég veit ekkert hvers kyns það er og hef óskað eftir því að vera ekkert upplýstur um það. Ég vil hafa eitthvað til að hlakka til. Það er svo spennandi þegar barnið kemur í heiminn og maður heyrir kannski. " Fæddur er lítill heilbrigður drengur 16 merkur og 54 cm alveg eins og afi á Blönduósi" ( ég er nú reyndar stærri en þetta) eða " fædd er lítil heilbrigð og þroskamikil stúlka með geðslagið hans afa á Blönduósi". Það má ekki ræna þessari tilhlökkun frá manni. Ég held að þessi draumur sé fyrir því að í lok mars verði tilvonandi tengdadóttir mín léttari og skili í heiminn dásamlegum einstakling. En ég get lofað ykkur að ég held áfram að reyna að dreyma græna jakkann og bláu buxurnar hvort heldur síðar eða stuttar.

    Það er búið að nota orðið, loksins,loksins svo oft þannig að "ja hérna hér!" verður að duga. Birtist ekki Ólafur Blómkvist Jónsson fram á snjónarsviðið með Domus genginu. Við Rúnar erum himinn dottnir yfir þessu og fögnum því af sannri hjartans gleði að loks skuli hulunni svift af Óla. Við sáum það reyndar að þetta gerðist eftir að gsm Magnús var sendur í fríið og látin yrkja yfirbót um leið og Ólafur var leiddur fram í dagsljósið. Þetta er gott framtak hjá Domus genginu og fá þau ágætt fyrir viðleitni en glöggir lesendur(þ.e.a.s þeir sem sjá Gluggann í lit á huni.is) sjá fljótt að hnökrar eru á jafnræðisreglunni títtnefndu. Domusarnir eru í lit en Óli er svarthvítur. Okkur Rúnari, svona til að vera sanngjarnir, finnst að vísan undir myndinni varpi svona ákveðnum fölgrænum ljóma á Ólaf. En! Óli í lit væri betra og svo er myndin af Óla mun meira á þverveginn heldur en af þeim Stebba, Ólöfu og Magnúsi. Skáldagyðjan tók 

Hér er Ólafur Blómkvist í lit. Myndin er í boði okkar Rúnars



örlítinn kipp við þetta og hrökk í gírinn: Það er í sjálfu sér allnokkur synd/ að sýna okkur þvílíka takta./ Að birta í Glugganum svarthvíta mynd/ af Óla hjá Intrum og Packta
. Hvað sem öðru líður þá er gleðin yfir að sjá Ólaf Blómkvist loksins tekinn í hópinn, allri gagnrýni yfirsterkari og við syngjum núna hástöfum Rúnar og ég "Óli, Óli vertu velkominn! Vissulega ertu kóngurinn."

    Það er "þorrafílingur" í Bebbý í vísu vikunnar og gleðilegt til þess að vita að það er stuð í stelpunum á Flúðabakkanum.

    Aðeins stöldruðum við Magnús Rúnar við auglýsinguna frá Leikfélaginu. Er það virkilegt að þeir eigi ekkert utan um sig þeir Egill og Kalli fyrir páskana. Við hefðum talið eðlilegra að þessi ósk hefði birst á forsíðu með Rauða kross auglýsingunni en greinilegt á öllu að Leikfélagið gengur í góð verk og vonandi að þeir fá jakkaföt sem fyrst en þeir geta nú alveg verið náttsloppslausir strákarnir. Eitthvað var hún Margrét mín að nefna það við mig um daginn hvort ég ætti nú ekki að fara að hætta að ganga í fermingafötunum. Maður hugsar sitt þegar svona auglýsingar birtast.

    Þegar við tókum eftir því að auglýst var messa í Holtastaðakirkju datt okkur Rúnari strax í hug að Holti á Holtastöðum hefði séð sér leik á borði og auglýst kvígu til sölu. Eins og allir vita þá er Holti "praktískur" og hefði getað hugsað með sér að það væri gráupplagt að taka kvíguna heim með sér eftir messu. En við frekari eftirgrennslan er kvígan frá Geithömrum en þar mun hafa verið hálfkirkja til forna.

    Alltaf hleypur í mann spenningur þegar maður sér að Blönduvision nálgast. Grunnskólinn á Blönduósi hefur staðið fyrir þessari söngvarakeppni í tugi ára og hafa margir nemendur sem þátt hafa tekið gert garðinn frægann á tónlistarsviðunu. Takið frá föstudagskvöldið 22. febrúar og fylgist með, því stjarna eða stjörnur framtíðar gætu leynst í hópi Blönduvisionkeppenda .

    Þeir eru en á því hestamennirnir að ríða upp á hendur og gerum við Rúnar enga athugasemd við það sýni menn lit og hafi aldur og hendur í þetta.

    Rúnar sagði mér í óspurðum fréttum að Guðbjörg Þorleifsdóttir ættuð frá Hvammi í Svartárdal væri á förum úr Samkaupum og hyggðist taka til óspilltra málanna í N 1 á næstunni. Fannst mér sem Rúnar væri hálf klökkur þegar hann greindi mér frá þessu og vildi hann koma á framfæri þessu saknaðarljóði:

Hún Guðbjörg úr kjötinu hverfur
Nú koma í lífinu skil.
"Ef sulturinn að ykkur sverfur
ég N eina pulsu á til."

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64972
Samtals gestir: 11578
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 17:19:27