Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

18.02.2008 14:27

Stefán og Jón eru komnir heim

    Tilveran er óðum að komast í eðlilegt horf hér á Aðalgötunni. Þegar ég kom til vinnu í morgun sá ég að komið var ljós í íbúðina fyrir ofan minn vinnustað. Það gat bara þýtt það að einhver væri kominn í íbúðina sem verið hefur líflaus síðan á þorláksmessu. Og þessi ályktun mín fékk fékk örugga staðfestingu þegar ég var á leið til vinnu eftir hádegismat því þá mætti ég þeim Jóni Sigurðssyni hundi og Stefáni Hermannssyni á leið suður Hnjúkabyggðina. Þeir félagar eru loksins mættir aftur á Blönduós eftir gott jólafrí og hafa leiðrétt aftur götu- og bæjarmyndina . Og ekki skyggði það á gleði mína að það skildi bera upp á afmælisdag minn þegar ég sá þá félaga í fyrsta sinn á nýju ári.


Jón hundur og Stefán eru komnir heim úr jólafríi


    Ég las frásögn af tveimur pörupiltum, bræðrum norðan úr Eyjafirði sem uppi voru á 18. öld í 24 stundum núna um helgina. Það merkilega við þá bræður var að þeir hétu báðir Jón Sigurðsson og örlög þeirra voru ekki gæfuleg. En það get ég fullyrt að þessir tveir Jónar Sigurðssynir sem tengjast Aðalgötu 8 eru bestu sálir og meina vel hvað sem öllu líður, þó ég segi sjálfur frá. 
    Þetta er góður dagur, Jón á efri hæðinni er kominn heim og með honum félagi hans. Veri þeir velkomnir.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64959
Samtals gestir: 11565
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 11:18:42