Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

20.02.2008 15:54

Enn einn pistill um sálarháska Rúnars

    Þegar maður hefur ekki hugmynd  hvað maður á að skrifa um er talið afar farsælt að skrifa ekki neitt því það er frá engu að segja og líkurnar á því að verða sér til skammar minnka til muna. Þetta ástand að hafa ekki nokkra einustu hugmynd til að moða úr hefur á sér að minnsta kosti tvær hliðar. Ef maður hefur ekki hugmynd um neitt þá er það dæmi um að harði diskurinn (heilinn) er ekki að gera sig eða þá að hann er í hvíld fyrir frekari notkun. Þegar maður fer að hugsa um heilabúið líkt og það sé samsvarandi harða disknum á tölvunni þá fer nú að vandast málið og það bara töluvert. Það er talið heldur til bóta og eykur skilvirkni tölvunnar að hreinsa af og til á disknum. Það skapar rými fyrir ný gögn og jafnvel eykur úrvinnsluhraða. Þegar maður veltir þessu sama fyrir sér og setur hausinn á sér inn fyrir harða diskinn þá er það talið þroskamerki að taka sem mest inn á harða diskinn og því meira sem upp er tekið því betra, maður er talinn safna í reynslubankann. Vandinn er bara sá að mér er sagt að ég hafi tekið inn á minn harða disk allskonar vitleysu sem ég gæti vel verið án. Þessu er ég bara alls ekki sammála því ég hef í mínum reynslubanka sem er mikill að vöxtum þá bjargföstu trú að konur eigi að hugsa um heimilið og er þá átt við allan pakkann þ.e þrif (ryksugan innifalin) , uppþvott , matseld og svona ýmislegt annað smálegt sem til fellur á heimilinu og of langt mál hér upp að telja. Þessi útprentun af mínu harða diski er bara lítið brot og tekur ekki mikið pláss. Margt annað og nytsamlegra er þarna að finna og má þar nefna að ég er góður við dýr og börn og svo hef ég gaman af enska boltanum og þeim dönsku félögum Kasper og Hvam í sjónvarpsþáttunum Klovn. Á þessu geta menn séð að mér er margt vel gefið á hinn harða disk heilans og er þá ekki allt upp talið. Áður en lengra er haldið þá er rétt að rifja upp hinn einstæða málshátt "að á endanum skyldi maður upphafið skoða" og í þessu tilfelli er málið þetta. Ef þú hefur ekkert að segja skaltu þegja.

    Rúnar anginn er nú kominn með Gluggann og mátti segja að hann væri nánast miður sín. Reyndar sá ég það strax á honum þegar að hann birtist í dyrunum að eitthvað væri að. Rúnar sagði sínar farir ekki sléttar því hann hefði hitt frú Guðbjörgu fyrrverandi samstarfsmann sinn í Samkaupum sl. mánudag og hún var ekkert farinn að vinna í N1 og það stæði ekki til og kom hún því skýrt til skila við Rúnar þannig að sálin í honum bognaði örlítið. Eins og glöggir lesendur þessarar síðu muna þá flutti Rúnar þær fréttir fyrir viku að Guðbjörg væri á leið í N1 skálann en það var víst ekki rétt og er því hér með komið á framfæri. Rúnar vildi svona í iðrunarskyni og sér til sáluhjálpar yrkja smá yfirbót:

Í góðu stuði á góðri stund,
ég gerði vísu um Samkaupshrund.
Hún óþakklát kom á minn fund,
ei var hún létt í sinni lund.

    Glugginn í dag er í okkar huga nokkuð "passívur" sem segir okkur það að sýslusálin er í góðu jafnvægi og ekkert er á leið til fjandans nema gallinn hans Rúnars á Skagaströnd með góðri aðstoð kuldans á þorra sem kyrkir gleði sérhvers manns.

    Vantar eignir á söluskrá segja þeir í Domusauglýsingunni. Það vantar fleira en eignir hugsuðum við Rúnar með okkur því við söknum líka annars í auglýsingunni og er algjör óþarfi að fara lengra út í það mál eða eins og starfsmaður á plani sagði "Sæll! Þarf að ræða það eitthvað nánar". 
    Margir komu við í heimspekihorninu hjá okkur Rúnari meðan við létum hugann reika um óravíddir Gluggans og lögðu okkur mismunandi lið í vangaveltum en hvorki Jóhann í Holti né Sigurður Þorsteins vildu yrkja vísur.

    Hrafnhildur minnir okkur strákana á konudaginn og Gísli Gríms og co koma með athyglisverða auglýsingu hvernig losna má undan skattinum með einföldum hætti. Bara að segja upp áskriftinni.

    Svona í lokin þá tókum við eftir því að Anna Karlsdóttir verður 100 ára á laugardaginn og ef allt gengur eftir verður við hana viðtal í Morgunblaðinu á laugardaginn kemur og hefur hin bráðhressa aldargamla kona frá ýmsu að segja.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64959
Samtals gestir: 11565
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 11:18:42