Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

22.02.2008 10:32

Draumaráðning

    Þar sem ég á sínum tíma dreymdi draum um köflóttann jakka og komið hefur á daginn að ég er berdreyminn er ég ekki hissa á því að fá senda snúna drauma til að leysa úr. Reyndar réð ég ekki minn köflótta draum hjálparlaust en fékk grun minn staðfestann. Ég ætla mér ekki að leggjast í draumaráðningar en geri hér undantekningu.

    Bóthildur Halldórsdóttir spyr hvað það tákni að dreyma Sigga storm í jakkafötum með heiðblátt bindi og klút í stíl?

    Kæra Bóthildur. Að dreyma karlmann í fötum hefur mjög tvíræða skýrskotun. Það skiptir afar miklu máli á hvaða aldri dreymandinn er og hvort hann sé í góðu hormónajafnvægi. Þar sem ég hef grun um að spyrjandi sé nýlega komin úr barneign þá gæti þetta þýtt að gott sé að hafa eitthvað utan um sig þegar naprir vindar vetrarins næða um stræti og torg . Með öðrum orðum, spyrjandi þiggur hlýtt viðmót frekar en kalt. Ef við tengjum hálsbindið og klútinn við þetta allt þá vitum við að hálsbindi og klútur eru ekki nauðsynjavara , heldur notuð til skrauts (prjál). Ég held, þegar þetta allt er tekið saman, óháð aldri, kyni og hormónajafnvægi dreymanda þá segir þessi draumur okkur eftirfarandi. Siggi Stormur, dreymandi eða einhver sem hann þekkir er ekki allur sem hann er séður, hann hefur eitthvað að fela. Svo skreytir hann sig með andlegum jafnvel göfuglyndum hlutum en blái liturinn (á bindi og klút) gefur það sterklega til kynna.Þetta gæti líka verið að blálituð bæjaryfirvöld í hans næsta nágreni gætu legið honum mjög á hálsi og jafnvel íþyngt hjarta hans. Ef þú Bóthildur hefðir dreymt Sigga Storm nakinn þá værum við að horfa á draum sem sýndi manninn eins og Guð skapaði hann. Að dreyma Sigurð er alltaf fyrir góðu og er það öðrum táknum í þessum draumi yfirsterkara. Vonandi svarar þetta fyrirspurn þinni að fullu.( draumaráðningar skal ætíð taka með fyrirvara því ef t.d litur á jakkafötum Sigga hefði komið fram í draumi þá hefði geta blasað við allt önnur mynd og eins ef einhver annar hefði ráðið drauminn)

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64972
Samtals gestir: 11578
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 17:19:27