Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

27.02.2008 14:57

Brúnn, Grigory Nestor og ísfirski sundmaðurinn

    Það birtist grein á Húnahorninu eftir einhvern sundmann á Ísafirði sem heitir Benedikt þar sem hann varar okkur við útisundlaug. Ekki veit ég hvað manninum gengur til en hann óskar okkur engu að síður alls hins besta og það merkilega er að hann skrifar frá Bolungarvík þann 25. febrúar en þeir ágætu menn ( konur eru líka menn) sem þar ráða hafa nýlega ráðist í útrásina og byggt við innilaugina sína útivistarbaðgarð og hefur aðsókn aukist við það til muna. Það sem mér finnst einna skemmtilegast við bréfið frá ísfirðingnum sem skrifar frá Bolungarvík er þetta "Ég tala af reynslu því ég hef staðið á sundlaugarbakkanum og/eða verið ofan í lauginni s.l. 25 ár og lifað og hrærst í þessum málum." Einnig finnst mér þetta skemmtilegt: Við búum á Íslandi og erum mjög háð veðri og vindum sem ekki er gott fyrir þann sem hyggst efla sund sem íþrótt." Ég fór svona að velta því fyrir mér hvort þetta gæti ekki verið gott fyrir þann sem vill synda sér til yndis og heilsubótar. Það var og, segi ég nú og skrifa. Málið virðist vera það hjá þessum ágæta manni að byggja yfir þá sem standa á sundlaugarbakkanum. Það má alltaf klæða af sér kuldann og lopapeysa og kuldagalli bjarga því. Málið snýst um það að drífa sig ofan í sundlaugina og taka sundtökin. Bæjaryfirvöld á Blönduósi hafa ákveðið að drífa sig ofaní en það eru einhverjir sem vilja norpa á bakkanum og reyndar verða að gera það og þá er bara að klæða sig, taka lýsi og narta í kanil (sjá síðar).

    Það er til fullt af fólk sem vill okkur hinum allt hið besta og er óþreytandi við að gefa holl ráð varðandi heilsu og hamingju, samanber ísfirski Bolvíkingurinn og við sauðsvartur almúginn vitum ekki alltaf hverju við eigum að trúa.     
    Eitt dæmi um þetta eru niðurstöður rannsóknar sem ég rakst á um daginn og fór fram, reyndar innan dyra : "Eftir að hafa rannsakað 3.500 Skota hafa rannsóknarmenn við háskóla í skoska bænum Edinburgh sýnt fram á þessa niðurstöðu: Hjón eða pör sem stunda kynlíf þrisvar í viku á efri árum, litu út fyrir að vera 10 árum yngri en jafnaldrar þeirra sem stunduðu sjaldan eða aldrei kynlíf."     
    Svo rakst ég á þetta viðtal eða frétt við Grigory Nestor geitahirði þar sem hans niðurstaða er "Ekkert kynlíf er lykillinn að lengra lífi" Hér kemur fréttin: "Hinn 116 ára gamli geitahirðir Grigoriy Nestor, sem býr rétt fyrir utan Úkraínsku höfuðborgina Kiev, segir að leyndarmálið að lengra lífi sé að vera hreinn sveinn og vita ekki neitt. Trú hans kemur í veg fyrir að hann stundi kynlíf fyrir hjónaband. Hann hefur ekki enn fundið eiginkonu þannig að hann hefur ekki enn stundað kynlíf. Hann segir að gift fólk rífist sem er ekki gott fyrir heilsuna og þess vegna lifir ógift fólk lengur. Hann segir líka langt líf sitt vera tilkomið vegna heimsku sinnar og segir það gott að draga aldrei neitt í efa. "Það er betra að vera heimskur og spá ekki of mikið í hlutunum." sagði hann í viðtali. Hann hefur verið geitahirðir allt sitt líf." 
    Þegar maður stendur frammi fyrir svona aðstæðum þá veit maður ekki sitt rjúkandi ráð. Eitt er víst að Grigory kallinn lítur ekki út fyrir að vera tíu árum yngri en hann er og svo væri honum alveg sama um það og eins hvort það væri inni eða úti sundlaug á Blönduósi. 
    Svona í lokin smá upplýsingar í tilefni af því að kominn er kryddverksmiðja í bæinn. Ég er viss um að Gummi Sveins og félagar geta gefið mun fyllri upplýsingar um þessi mál.

Lárviðarlauf: Eru bólgueyðandi, sveppa- og sýklaeyðandi og hafa reynst vel við þvagfærasýkingu.Lárviðarlauf örva meltingu,matarlyst og insúlínframleiðslu.

Kanill:Örvar meltinguna og styrkir meltingarfærin og eykur framleyðslu meltingarsafa. Hann er bæði krampastillandi og verk og vindeyðandi. Kanill er hitagefandi og má nefna að Frakkar hita oft rauðvín og krydda með kanil og negul á köldum vetrarkvöldum og er sá drykkur talinn góður við kvefi (gott fyrir þá sem norpa á sundlaugarbakkanum). Hann hefur hreinsandi áhrif og er þess vegna góður við niðurgangi.

Negull: Negull er ótrúlega áhrifaríkur sem staðdeyfing við tannpínu auk þess að vera verk-og vindeyðandi og sýkladrepandi.

    Þetta sem hér á undan er ritað er skrifað í trausti stjörnuspár Morgunblaðsins en þar segir: "Þú ert tilbúinn til að mæta áskoruninni, sérstaklega ef hún er stærri en þú. Sumum finnst þú klikkaður, en þú ert í raun sá sem er heill á geðsmunum."

    Það fyrsta sem sat eftir í huga mínum eftir að hafa hlaupið yfir Gluggann var nafn Baldurs Valgeirssonar sem skráð var undir auglýsingu um breytt heimilsifang SSNV. Þetta er í mínum huga stórkostlegt að sjá og undirstrikar enn og aftur að allt er hægt ef viljinn og trúin á lífið er fyrir hendi.

    Domusgengið hefur fengið samkeppni og ég reyndar líka því Sóla ljósmyndari býðst til að taka myndir af hundum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Ég þarf að sannfæra Nonna hund um það að hann eigi traustan ljósmyndara að og þurfi ekki að leita annað eftir myndatöku.

    Anna Árna sendir inn vísu vikunnar og hvetur menn til yrkinga fyrir Gluggann og rifjar upp gamla nafnið á Þverbraut 1 en það var lengi kallað Fróðahúsið eftir trésmiðjunni sem þar var.

    Auglýsing frá þeim Mosfellshjónum um hvarfið á Brún gamla vekur óneitanlega athygli. Í fyrsta lagi sýnir hún ótrúlega þolinmæði og langlundargeð eigenda hins tæplega 18. vetra brúna hests. Þetta hross sem flestum er gæfur hefur verið að heiman í næstum ár. Í öðru lagi er markið nokkuð sérstakt, fimm bitar víðsvegar um eyrun, sést illa en finnst. Þetta getur Gísli sett í auglýsingu því hann veit að við vitum að hann markaði ekki hrossið á sínum tíma (skildi tengdafaðir hans ekki hugsa honum þegjandi þörfina). Í þriðja lagi og í lok augýsingar kemur fram að hestsins sé sárt saknað enda með albestu frúarhestum. Við Rúnar veltum því fyrir okkur hvort að Sísu hafi nýlega verið fleygt af baki og þau hjón hafi hugsað með sér að Brúnn hefði aldrei borið slíkt við og þá áttað sig á því að hann var horfinn. Við frekari persónugreiningu á ábúendum á Mosfelli varð þetta niðurstaðan hjá okkur Rúnari:

Ollið hefur ykkur raun,
andvaraleysi og slór.
Fyrir Brún í fundarlaun,
fæst aðeins kassi af bjór.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 64968
Samtals gestir: 11574
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:33:05