Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

30.03.2008 22:09

Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar

Það sem lífið hefur upp á að bjóða er svo margt og birtist í svo mörgum myndum, Sumir eru fljótari en aðrir að koma auga á það og koma því skemmtilega til skila. Lítum á þetta:

Langaði bara að benda þér á það að þegar hakað er á neðangreindann link:
Þá er maður boðinn velkominn á vef ellimálanefndar þjóðkirkjunnar.
Þar sem mér þykir þú tímalaus maður í aldri og langt frá því á þessum tímamótum/aldri að þú þurfir að velta þessum málum fyrir þér enn um sinn þá langaði mig að benda þér á þetta ef vera skildi að þarna sé um eitthvað netvandamál að ræða.
Ekki svo að skilja að þarna séu ekki áhugaverðar upplýsingar fyrir fólk á öllum aldri um t.d. páska ofl. og einnig boðið upp á spakmæli sem og gamanmál þá þykir mér langt um meira gaman að lesa hugrenningar þínar um okkar litla samfélag hér fyrir norðan.
 
Með þökk fyrir góða lesningu og von um að þetta komist í lag.
 
kv.
Anna Kr. Davíðsdóttir

Þennan tölvupóst fékk ég í dag og þá var ég skömmu áður búinn að reyna að fara inn á síðuna mína og rakst á hið sama og Anna henna Bótu rak augun í. Magga var stödd mér við hlið þegar ég reyndi að komast inn á síðuna og ég veit ekki hvert hún ætlaði svo mikið hló hún yfir því að  það væri búið að tengja mig við ellimálavef kirkjunnar. Ég held að það hafi verið upplitið á mér sem gerði hana svona gersamlega máttvana í gleðilátum. En sannast sagna þá hefur staðið yfir uppfærsla á vef 123.is um helgina og leitt æði marga inn á kristilegar slóðir allt eftir aldri.
En svona í tilefni dagsins þá er ekki úr vegi að sýna smá mynd sem allar deildir kristinnar kirkju óháð aldri  myndu ekki hika við að tuldra smá bæn yfir, bara við að sjá þessa tvo og reiðskjóta þeirra. Þarna fara Helgi og Heiðar í útreiðar og það get ég sagt með sanni að ellimáladeild kirkjunnar hefur ekki látið sitt eftir liggja til að að þessir menn kæmu óskaddaðir heim.


Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 68601
Samtals gestir: 12456
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 04:07:05