Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

02.04.2008 14:42

Ein er fluga í glugga

    Það hefur mikið verið að gerast á bak við tjöldin í uppfærslu á 123.is kerfinu undanfarna daga. Þegar þetta er skrifað eru ekki öll kurl komin til grafar en þeir 123 menn segja að allt sé að smella saman. Eins og sum ykkar hafa eflaust séð þá var síðan mín tengd inn á ellimáladeild þjóðkirkunar um tíma og Anna Kr Davíðsdóttir benti svo skemmtilega á þá uppákomu.

    Í dag er 2. apríl um allt land eins og einn góðkrati í Hafnafirði komst svo skemmtilega að orði í ræðu á sínum tíma. Reyndar var dagurinn hjá honum 1. maí og ræðan flutt í tilefni þess dags. 
    Já það er kominn 2. apríl og enn bólar ekkert á skógarþrestinum. Þessi fugl hefur ekki brugðist mér í áratugi að hefja ástarsöngva sína í lok mars. Annar fugl sem er af svipaðri stærð og kallast starri hefur komið sér upp samkomustað í fjarskiptamastrinu sem staðsett er rétt norðan við mig. Fugl þessi hefur þá einstæðu hæfileika að herma eftir nánast hverju sem er og hefur komið fyrir að maður hefur haldið að skógarþrösturinn sé mættur en þá er það bara starrinn sem er að herma eftir honum. 
    Þó svo þrösturinn sé ekki mættur þá eru grágæsirnar farnar að skila sér til heimahaganna. Glöggir menn sáu gæs sl. föstudag og í gær voru að minnsta kosti komnar 7 gæsir og þó nokkuð fleiri í dag.

    Það er komið pínulítið sumar í Glugga dagsins. Sumrfrí á Spáni, sumarstarf í Hafíssetri, sumarafleysingar hjá Félagsþjónustunni og síðast en ekki síst þá er auglýst eftir starfsmanni á golfvöllinn.

    Eitt er það sem maður rekur hvað mest augun í er salan á Rafþjónustu HP. Það fara alltaf í gegnum hugann efablandnar hugsanir þegar maður sér auglýst til sölu gamalgróið fyrirtæki. Það sem er og maður þekkir, veldur ekki áhyggjum og maður fer sáttur að sofa. En þegar þetta sem maður hélt að væri óumbreytanlegt fer að bylta sér kemur örlítið, jafnvel þónokkuð rót á sálartetrið. Hafsteinn ætlar að selja fyrirtækið!? Ég er ekki hissa þó skógarþrösturinn hiksti svolítið á því að koma norður á Blönduós. Kannski að Lárus Krákur kaupi bara fyrirtækið og kæli um leið þá ónota tilfinningu að fyrirtækið sé á leið úr bænum (notar bara ísgel kælimottu )

    Maggi á Hnjúki ætlar að skjótast á milli mjalta með kúabændur úr héraði og segja þeim nokkrar skemmtisögur í leiðinni. Við rákum augun í það að allir nautgripabændur og fyrrverandi kúabændur eru velkomnir. Hvers eiga óundirstrikaðir fyrrverandi nautgripabændur að gjalda. En engu að síður þá væri það alveg kjörið að fulltrúi Húnahornsins færi með og safnaði svona eins og tveimur til þremur sögum úr ferðinni til frekari nota á Horninu.

    Áhugafólk um vespur er hvatt til kynna sér þetta fyrirbrigði á Pottinum og pönnunni á morgun. Vespuáhugamenn segja: Sýnd hjól og kynnt verð. Kannski hefði verið betra að snúa þessu við og segja: Kynnt hjól og sýnt verð því ég hef grun um að þetta séu sýnd hjól en ekki gefin. En munið eitt ef þið kaupið ykkur vespu að aka alltaf að sumarlagi með lokaðan munninn því það er afar óþægilegt og jafnvel hættulegt að vespa hrökkvi ofan í mann á ferð. Kannski er ósanngjarnt að tína þetta til því það er svo margt sem ber að varast í lífinu sem ég hef rekist á í orðsins fyllstu merkingu.

    Eitt sem minnir á að sumar er nánd er þegar Vökukonur breiða yfir eineygðu bláklukku sína eða er þetta geim-mér-ei, og taka sér félagsmálahvíld yfir sumarið. Við vonum bara að þeim sem og öðrum gefist gott sumar og þær haldi áfram uppi merkjum súrmetis og gleði á þorranum.

    Eitt er það blóm sem aldrei fölnar en það er Bæjarblómið og minnir á sig reglulega. Ég veit að Rúnar tefst stundum í Bæjarblóminu þegar hann er að dreifa Glugganum í fyrirtæki á staðnum. Glöggir segja að blómailmur og blómálfar séu honum mikil " innsspírasjón" í kveðskaparlegu tilliti.

    Eitthvað var Rúnar andlítill eftir heimsóknina í blómabúðina í dag þannig að ég tók mig saman í andlitinu og skellti þessari á bressaðan drenginn:

Lítið fer fyrir þrasta ger,
þó fingrum um skallann ég strjúki.
Milli mjalta í ferðir fer
Magnús bóndi á Hnjúki.

    Núna rembist Rúnar við að yrkja eftir þetta eitursnjalla innskot hjá mér. Það var eins og það þykknaði örlítið í honum augnabliksstund en þegar hann sá flugu í glugganum hjá mér sem og nokkrar æðarkollur á haffletinum fyrir utan var eins og hann róaðist mikið. Þegar svo hún Kaupþings Gugga birtist skyndilega í dyrunum færðist yfir hann stóísk ró og þetta rann út úr honum:

Æður út um allan sæ,
ein er fluga í glugga.
Upp í nef mitt varla næ!
Nei! Núna birtist Gugga.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65073
Samtals gestir: 11651
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 14:00:33