Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

09.04.2008 14:30

Uppkölluð, sjálfsækin atferlis hegðun. USAH

    Gærkvöldið var hreint út sagt magnað. Það er með hreinum ólíkindum að fullorðinn karlmaður geti hagað sér eins og óþroskað kjánprik og gersamlega tapað tilfinningalegum áttum. Allt var þetta vegna lokaleiks Liverpool og Arsenal í Meistardeildinni í knattspyrnu. Ekki ætla ég að lýsa atferli mínu neitt nánar en þeir sem áhuga hafa geta spurt Möggu " hvernig gamlir karlar gera" (eins og stendur í kvæðinu) þegar liðið þeirra sigrar í æsilegum knattspyrnuleik. Ég er afar feginn að þurfa ekki að glíma við þær tilfinningar sem fylgja ósigri á stundum sem þessum og fæ fullseint þakkað þeim sem öllu ræður að hafa málin með þessum hætti þriðjudagskvöldið 8. apríl 2008. Um leið langar mig að koma á framfæri samúðar og skilningskveðjum til þeirra sem fylgdu og fylgja Arsenal að málum og ég skal vera hreinskilin að vítaspyrnan sem dæmd var í leiknum var afar hæpin líkt og það hefði verið afar hæpið að dæma vítaspyrnu á Liverpool í fyrri leiknum. Svona í framhjáhlaupi þá sat ég fyrir nákvæmlega tveimur árum á sama stað horfandi á Hemma Gunn í sjónvarpinu en þá varð atburðarrásin í mínu lífi allt önnur og ískyggilegri. Hjartað tók þá svo mikinn kipp að hemja þurfti það með þó nokkrum slatta af rafmagni og þriggja vikna dvöl á Landspítala.

    Reyndar las ég það í Morgunblaðinu í gær (og ekki lýgur Mogginn) að barn sem talar við sjálft sig þegar að það er að leysa verkefni sé miklu líklegra en barn sem þegir við sömu aðstæður, til að ná meiri hæfni og tilfinninagalegum þroska í lífinu. Það stóð reyndar ekkert um það hvort maður á mínum aldri yrði hæfari við það að tala við sjálfan sig. En ef ég segi sjálfur frá þá held ég að niðurstaðan í þessu máli væri sú sama óháð aldri. Ég geri það iðulega að tala við sjálfan mig þegar ég þarf að fara um óravíddir tölvunnar til að ná í hinar og þessar upplýsingar og þá hef ég það fyrir sið að segja fólki sem í kringum mig er að nú þurfi ég að ræða svolítið við sjálfan mig og það skuli ekki hafa neina áhyggjur. Yfirleitt mæti ég miklum skilningi og ég er alls ekki frá því að þessi vinnubrögð séu af hinu góða. Hvað skildi þetta nú vera kallað á fræðimáli. Uppkölluð sjálfsækin atferlis hegðun skammstafað USAH.

    Kemur ekki Rúnar blessaður töltandi inn úr norðanskreytri aprílsólinni með Glugga vikunnar.

    "Keppt verður í tölti unglinga". Er ekki keppt í tölti hesta? Ekki eru það unglingarnir sem tölta , er það? Eru það ekki unglingarnir sem fá hrossin sem þau sitja á til að tölta. Börnin geta keppt í ásetu, taumhaldi og umhirðu hrossa en tæplega í tölti. Nema þau hreinlega tölti sjálf eins og segir í ágætum texta. " Tölta á eftir tófunum. Keppt verður í tölti hrossa sem hafa unglinga á baki sínu haldandi um tauminn.

    Nú eru þau í Domus genginu orðin eignalaus. Þessi setning er í sjálfu sér neikvæð ein og sér en ef við köfum aðeins ofan í málið þá horfir það öðruvísi við. Það er rífandi sala og allir vilja búa í okkar kæra samfélagi en eftirspurnin er meiri en framboðið. Þetta er saga til næsta bæjar og það getum við Rúnar sagt með sanni meðan sólin á himninum skín að gaman var að sjá Ólaf Blómkvist á skrá þó svo eignir vanti.

    Halda pokarnir í Pottinum og pönnunni (POP) um helgina? Ef við Rúnar hefðum ekki séð þessa vitleysu hjá okkur þá gæti fólk farið að hugsa hitt og þetta en þar sem við sáum þetta strax þá er gaman að segja frá því að tríóið Haldapokarnir ætla að skemmta gestum og gangandi í POP um helgina og ekki er vafi að glatt verður á hjalla.

    Það virðist vera mikið líf á Heilbrigðisstofnunnini ef marka má auglýsingarnar frá þeim í Glugganum. Þetta ætti nú kannski ekki að koma svo mjög á óvart því það hlýtur að vera hlutverk stofnunarinnar að reyna að halda í okkur lífi eins lengi og kostur er. Reyndar finnst okkur Rúnar nú heimilislegra að nota bara gamla nafnið Héraðshælið eða bara Hælið. Vonandi leysast öll mál uppi í Hæli farsællega því eins og Valgarð Ásgeirsson heitinn (maðurinn henna Önnu Árna, mikill snillingur) sá í hendi sinni og orti um að ef einn af tveimur deyr þá fækkar um einn, það er nokkuð ljóst: Upp í Hæli eru tveir/ Jón og Tolli heita þeir/Ef að annar þeirra deyr/ þá eru þeir ekki lengur tveir. (Komið hefur fram athugasemd að það eigi að vera "Friggi og Tolli heita þeir". Svo mun ekki vera og vísan stendur eins og hún er hér skráð. Jón þessi sem nefndur er í vísunni er Jón Erlendsson maður Sigrúnar Kristinsdóttur frá Kleifum) 

    Harmonikkuklúbburinn okkar bregst ekki og ætlar að halda uppteknum sið að leiða fram hagyrðinga alþýðunni til skemmtunar í vetrarlok. Hverjir það verða veit nú enginn en við um það munum fregnir fá.

        Rúnar iðaði allur í skinninu í lok Glugga yfirferðar því hann langaði svo mikið að senda Kallinum honum Stebba Páls afmæliskveðjur því hann var fertugur á mánudaginn. Hér kemur kveðjan:

Fertugur er frændi minn
Fjölgar hárum gráum.
Kallinn Stebbi er besta skinn
Með smjör á öllum stráum.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65076
Samtals gestir: 11653
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 15:17:56