Jón Sigurðsson

Myndir og hugleiðingar úr A-Húnavatnssýslu. Hver sem er getur ratað inn á þessa síðu í töluverðri vissu um að komast frá því óskaddaður. Ef einhver skaddast og er tryggður, þá fær hann það bætt. Svo einfalt er það!

23.04.2008 14:04

Gleðilegt flugulaust sumar.

    Ekki skil ég þá sem geta haldið út í lífið hvern dag án þess að lesa Moggann. Að lesa Moggann og taka stöðuna í samfélaginu er jafn mikilvægt og að taka lýsi daglega. 
    Bara svona til að rökstyðja þessa fullyrðingu þá las ég í Mogganum um daginn að hressileg hreingerning einu sinni í viku væri afar góð fyrir geðheilsuna. Þessi uppbyggilega grein greindi frá því sem mig hafði reyndar lengi grunað að athöfnin að ryksuga, skúra, já bara taka ærlega til einu sinni í viku þannig að maður léttsvitaði, væri heilsusamleg. Þetta get ég staðfest því geðbetri manneskju heldur en Margréti hef ég ekki kynnst nema vera skyldi ég sjálfur. Vera má að Margrét sé ekki alveg sammála mér í þessu því hún hefur óskað eftir því að ég ryksugi fyrir hana að minnsta kosti einu sinni í viku og hef ég orðið við þessu. Ef ég á að vera heiðarlegur þá fannst mér geðheilsa mín fyrst í stað versna við þessa ákvörðun Margrétar. 
    En það verð ég að segja að það gerðist í fyrsta sinn nú um helgina að ég hafði bæði af því gagn og ánægju að fara í Kringluna. Þegar Magga var búin að kaupa á mig einn jakka, belti og stuttermabol með brjóstvasa og við á leiðinni aftur út í bíl rak ég augun í eitthvað sem líktist rafdrifnum frisbídisk sem mjakaðist fram og til baka á afmörkuðu svæði. Þar sem ég er nú nýjungagjarn og vakandi fyrir framförum stöðvaði ég för okkar hjóna til að kanna þetta nánar. Ég renndi í grun um að ég hefði séð svona hlut áður og það í Morgunblaðinu. Það fór sem mig grunaði að hér var á ferðinni tækið góða sem frelsað gæti mig undan því að dröslast með 35 ára gamlan Nílarfiskinn um íbúðina einu sinni í viku. Mikið rétt þetta var ryksuga sem ryksyguar án þess að þurfa nokkuð að suða í henni. Hún vinnur sín verk meðan maður er í vinnu og líka þó maður sé heima. Það væri alveg tilvalið að rölta með henni um íbúðina og upplifa frelsið sem manni hefur hlotnast. Reyndar er ég ekki búinn að kaupa svona undratæki en það er mjög ofarlega á óskalistanum.

    Kemur ekki Rúnar inn úr dyrunum og Húnaflóaþokunni, gleiðgosalegur með síðasta Vetrargluggann í bili að minnsta kosti. Kannski finnst sumum að ég sé full hranalegur við Rúnar að segja hann gleiðgosalegann en hann á það bara skilið því að hann " böggaði" mig á mánudag í hádegismat á Bakkanum og lét dynja á mér vísur sem gerður var góður rómur að. Til dæmis þessa: Jón er sæll í sinni sveit/ á sínar bætur kann/ Mogginn alltaf mikið veit/ en mörgu lýgur hann. 
    Það sem bjargaði þessu hádegi fyrir mér var að Siggi í Sölufélaginu er orðinn þriðji maður á D-lista eftir að hafa verið á E-listanum sællar minningar. Þetta stóð í Mogganum og ekki lýgur hann eins og ég hef marg oft bent á en sumir virðast ekki skilja.

    "Vilja ekki allir eiga flugulaust sumar" spyr Hjalti meindýraeyðir í Huldugilinu. Trú hef ég á því að flestir lesendur Gluggans gætu samsinnt því hugsunarlaust. En nokkuð er ég viss um að maríuerlan og margar vængjaðar systur hennar væru ekki sáttar við flugulaust sumar. Hvað ætli silungurinn segði ef hann vissi af þessu. Ekki þýðir að nefna köngulærnar sem finnast flugur góðar því Hjalti ætlar að eyða þeim líka. Væri ekki ráð að stofna einhverkonar baráttuhóp sem stæði vörð um líf flugunnar. Það eru til samtök sem standa á bak við Kvennaskólann, Heimilisiðnaðarsafnið, Hljómskálagarðinn og orkulaust Ísland svo eitthvað sé nefnt. Bitmýi og flóm sem koma upp á yfirborðið eftir mosatætingu má fækka mér að meinalausu.

    Domus gengið gerir allt hvað það getur til að "selja ofan af mér" á Aðalgötunni. "Tilvalin eign fyrir þá sem vilja búa í kyrrðinni í gamla bænum" segja þau. Hægt væri að bæta við " stutt í næstu verslun" og svo mætti líka nota það að Jón Sigurðsson verður áfram á staðnum þó svo einn Jón Sigurðsson fari. Kannski er þetta síðasta hæpið og svolítið sjálfhverft en það mætti þó benda á að yfirleitt er Jón í neðra ekki á svæðinu um helgar.

    Nú er vetri að ljúka, börnin fermast og veiði fer senn að byrja í ám og vötnum og jafnvel sumstaðar byrjuð.

    Lífið finnur sér ætíð farveg og er sá farvegur mótaður af lífsviðhorfum og reynslu hvers og eins. Við Rúnar höfum í vetur alltaf reynt að hafa hið góðlátlega í lífinu sem farveg fyrir okkur með svona hæfilegum "skepnuskap" í bland. "Þeir einir eru barðir sem nógu eru harðir" hefur verið kjörorðið því ljúkum við þessum síðasta miðvikudagspistli þessa vetrar á mildu nótunum:

Við samtímann fært höfum saman í letur
sem sjálfsagt einhverjir gert hefðu betur.
En í auðmýkt við beygjum
okkar höfuð og segjum.
Eigið gleðilegt sumar og takk fyrir vetur.

Um mig

Nafn:

Jón Sigurðsson

Farsími:

8623250

Afmælisdagur:

18.02 1952

Heimilisfang:

Árbraut 12 540 Blönduósi

Heimasími:

4524450

Faðir:

Sigurður M. Þorsteinsson

Móðir:

Ásta Jónsdóttir

Önnur vefsíða:

jonsig@tmumbod.is

Um:

Starfa sem umboðsmaður TM í A-Húnavatnssýslu auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi

Uppáhalds bíómynd(ir):

Hotel Ruanda og svo að sjálfsögðu allar James Bond myndirnar

Uppáhalds tónlist:

Maggi Eiríks, Ernirnir og ekki má gleyma sjálfum Bítlunum

Uppáhalds manneskjur:

þær sem halda upp á mig

Uppáhalds matur:

Hrogn og lifur, saltfiskur, þorramatur, ýsa í ýmsum myndum að ógleymdum humarnum. Lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu og fátt er betra en útigrillaðar lambakótilettur með kartöflusalati A La Magga

Eftirminnilegast:

Það er svo margt ef að er gáð

Kennitala:

180252-3639

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 65070
Samtals gestir: 11650
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 13:35:03